Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 3
Prestafélag íslands 40 ára. Á fyrra ári voru liðin 40 ár frá stofnun Prestafélags Is- lands. Mun ég í þessu erindi greina frá tildrögum að stofn- un þess og rekja í stuttu máli helztu þætti starfsögunnar á þeim 4 áratugum, sem síðan eru liðnir. í ársbyrjun 1917 var Jón Helgason skipaður biskup og vígður biskupsvígslu í apríl það ár. Hafði hann verið at- kvæðamikill kennari í guðfræði og prédikari og látið kirkjumál mikið til sín taka. Á annarri prestastefnu, sem hann stýrði — vorið 1918 —, tók hann til umræðu stofn- un íslenzks prestafélags. Segir svo í fundargerð synodus- ar það ár: ,,Þá var tekinn fyrir næsti liður á dagskránni: Stofnun íslenzks prestafélags. Séra Gísli Skúlason hóf um- ræður og benti á þá þörf, er væri fyrir slíkt félag, svo sem í sama tilgangi og læknafélagið er fyrir þá stétt. Lagði hann til, að nefnd yrði kosin til að hrinda málinu í fram- kvæmd. Tók þá biskup til máls og gat um, hvílík áhrif slíkt félag gæti haft. Skýrði hann frá fyrirkomulagi því, sem í Danmörku ætti sér stað um félagsskap presta, og hver áhrif danskir prestar hefðu á alla löggjöf kirkju og presta áhrærandi. Ennfremur talaði hann um brýna nauð- syn þess, að prestastéttin hefði sitt eigið blað, sem væri sem allra fjölbreyttast málgagn hennar.“ — Urðu nú all- miklar umræður um málið, einkum útgáfu blaðsins. Vildu sumir, af fjárhagsástæðum, að það væri aðeins meðlima- blað, aörir, að það væri opinbert fjölþætt tímarit um kirkjumál. Sumir voru svo stórhuga að vilja gefa út hvort- tveggja — félagsblað og tímarit. En allir voru sammála um stofnun félagsins. Athyglisverð eru ummæli Sigurðar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.