Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ
59
flutningi fólks, fatagjöfum og fræðslu, læknishjálp, sálgæzlu
presta, útvegun vegabréfa og ótal mörgu öðru fyrir allt þetta
fólk, sem ber hin þungu gjöld fyrir styrjaldir 20. aldar.
A hverju ári eru veittir 120 námsstyrkir til guðfræðinga,
svo að þeir geti stundað guðfræðinám erlendis.
Kirkjulegar og þjóðfélagslegar athuganir á sameiginlegri
abyrgð kristinna manna á þeim landsvæðum, sem á hafa orðið
skyndilegar þjóðfélagsbreytingar, krefjast mikilvægra rann-
sókna á þessum sviðum, og skal athyglinni beint að þjóðfélags-
legum, stjórnarfarslegum og f járhagslegum vandamálum og við-
horfi kirkjunnar til þeirra. Aðrar „ekúmeniskar“ rannsóknir,
sem Alkirkjuráðið hefir fengizt við, lúta að „Drottinvaldi Jesú
Krists", „Kristi og kirkju hans“ og „Guðfræði fyrir kristni-
boðið“.
Heilsuverndarstörfin hafa komið upp í Sviss hvíldarheimili
fyrir presta og starfsmenn kirkjunnar og byrgt söfnuði kirkj-
unnar austan járntjalds meðulum. En á þeim hefir verið til-
finnanlegur skortur.
Gjöfum hefir verið safnað og þeim útbýtt til 50 þjóða á
hverju ári. Eru þær matvæli, fatnaður og aðrar nauðsynjar og
uema alls um 150000 smálestum. Heilir skipsfarmar af alifugl-
um, búfénaði o. s. frv. hafa veitt hrjáðum stríðsþjóðum hjálp
til þess að koma landbúnaði þeirra í betra horf.
Alkirkjuráðið skýrir í blöðum sínum frá kirkjulegum fréttum
bæði með orðum og myndum. Það er einn þáttur i daglegri
starfsemi þess að kynna það, er gerist, í dagblöðum, á kvik-
rciyndasýningum, í útvarpi og sjónvarpi.
Bróðurlegir starfsmenn hvetja til kirkjulegs samstarfs og
þjónustu, og kirkjur senda starfsmenn sína og presta til ann-
arra Þjóða til ákveðinna starfa. Lætur Alkirkjuráðið kirkjumar
vita um beiðnir, sem berast um þess konar þjónustu, og hvet-
ur til hennar.
Alkirkjuráðið er jafnan viðbúið að bæta úr nauðum, er steðja
að. Það aflar sér allrar þeirrar vitneskju um slys og óhöpp,
sem auðið er, skýrir kirkjunum frá þvi og hvetur þær til
hjálpar.
Arið 1946 var komið á ekúmenisku stofnuninni í Bossey í
Sviss til þess að safna þar saman kristnum mönnum, sem þrá
að vinna brautryðjendastarf í alkirkjumálum. Kristið fólk af