Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 34
80 KIRKJURITIÐ stefndi. Þegar hún hóf starf sitt í Sólheimum 1930, var varla um nokkurt skipulegt uppeldi að ræða handa taugaveikluðum, vangefnum eða öðrum afbrigðilegum börnum. Menn gerðu sér þá almennt ekki grein fyrir uppeldismöguleikum þeirra barna, sem víkja verulega frá hinni almennu þróun, né fyrir samfélags- legri þýðingu né fjölmenni hins afbrigðilega hóps. Foreldrar, sem orðið höfðu fyrir þeirri reynslu að eignast afbrigðilegt barn, áttu að sætta sig við, að því væru allar leiðir lokaðar. Sjálf hafa foreldrar sjaldnast tök á því sérhæfða uppeldi, sem afbrigðilegt barn þarfnast, og hið opinbera fræðslukerfi sá í engu fyrir þörf- um þess. Það var eins og forráðamenn þjóðfélagsins teldu vand- ann bezt leystan með því að láta andlega veikluð og afbrigðileg börn afskiptalaus, og leyfa fjölskyldum þeirra, ef svo vildi verk- ast, að sligast undir þeirri byrði, sem hvert slíkt barn leggur á heimili sitt. Þannig uxu upp í landinu tugir og hundruð veikl- aðra og afbrigðilegra barna, sem fyrir vankunnáttu og van- rækslu sakir urðu miklu meiri vesalingar og þjóðfélaginu þyngri efnahagsleg og siðferðileg byrði en upphafleg vöntun þeirra gaf tilefni til. Gegn þessu vansæmandi og hættulega skeytingarleysi vildu prestar þjóðkirkjunnar vinna með starfrækslu barnaheimilisins, en einmitt því líkt líknar- og mannræktarstarf í þágu smælingj- ans var bernskuhugsjón Sesselju. Þess vegna hefir samstarf þeirra orðið giftudrjúgt og mörgu bágstöddu barni til mikillar hamingju. En áhrif þessa starfs takmarkast ekki við þau börn ein, sem dvalið hafa að Sólheimum. Það hefir vakið nokkurn skilning meðal almennings á þeim rétti, sem foreldrar afbrigðilegs barns eiga á sérfræðilegri umönnun og uppeldi því til handa. Þessi viðhorfsbreyting er glögg og kemur greinilega fram í verki, þó að enn sé langt í land að bæta úr brýnustu þörfinni. Nú er öll- um að verða ljóst, að foreldrum afbrigðilegs barns er uppeldi þess með öllu ofvaxið, og að slíkt barn hljóti að torvelda veru- lega uppeldi heilbrigðra systkina sinna, svo að brýna nauðsyn beri til að því verði, að minnsta kosti um skeið, létt af foreldr- unum og veitt umönnun og uppeldi við þess hæfi. En þennan aukna skilning ber ekki sízt að þakka því brautryðjendastarfi í uppeldi vanheilla og afbrigðilegra barna, sem unnið hefir ver- ið að Sólheimum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.