Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 48

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 48
94 KIRKJURITIÐ Innleudar frétÉir. GóÖur gestur. Dr. Stephen C. Neill biskup heimsótti Island dag- ana 11.—12. febr. og flutti 2 erindi í guðfræðideild Háskólans, um boðun kristinnar trúar í nútíma þjóðfélagi og kristna einingarstarf- semi og sigur hennar á síðustu árum. Fögur afmœlisgjöf. Síðastliðið sumar átti Gufudalskirkja hálfrar aldar afmæli. I tilefni af því hefir nú Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistari látið gjöra vandaðan stálkross á turn kirkjunnar og gefið henni í afmælisgjöf. Kirkjubygging í Bjarnanesi. 1 Bjarnanesi er hafin fyrir 1—2 árum bygging nýrrar steinkirkju, og er ætlazt til, að hún verði rúmgóð og vönduð. Fer áhugi á því vaxandi. T. d. gaf einn sóknarmaður á liðnu ári 1000 kr. til byggingarinnar. Og í orgelsjóð kirkjunnar hafa nýlega safnazt um 1300 kr. Erlendar íréítir. Erkibiskup lætur af störfum. Dr. J. A. F. Gregg, sem gegnt hefir biskupsstörfum í 43 ár, lætur nú af embætti. Hann var í 18 ár bisk- up i Dyflinni. Hann er hálfniræður og hefir starfað í þjónustu kirkj- unnar rúmlega í 63 ár. Fulltrúafnng Kvekara í Þýzkalandi ræddi nýlega spurninguna um þátttöku Kvekara í Alkirkjuráði. Helzti agnúinn sá, að afstaða hinna ýmsu kirkjudeilda til hernaðar, væri með svo mörgu móti. En Kvek- arar hafna öllum styrjöldum, sem’ kunnugt er. TaliÖ er (samkv. World Christian Digest), að af þeim 38 milljón- um manna, sem búa í Englandi, séu 8 milljónir raunverulega þátt- takendur í einhverju trúfélagi, 12 milljónir ákveðnir utankirkju- menn, en 18 milljónir kirkjumeðlimir að nafni til, þ. e. taki einstaka sinnum þátt í trúarlegum athöfnum og notfæri sér prestsþjónustu. Mikill áróöur í blöðum og útvarpi, með heimsóknum o. fl., er nú hafinn fyrir aukinni kirkjusókn og öflugu safnaðarstarfi í Svíþjóð. Bæði þjóðkirkjan og sértrúarflokkar hafa tekið höndum saman í þessu máli. r— >1 KIltKJlItlTIU Tímarit gefið út af Prestafélagi Islands, kemur út 10 sinnum á ári. Ritstjórar Ásmundur Guðmundsson og Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 60 krónur. Afgreiðslu annast Elísabet Helgadóttir, Hringbraut 44, Reykjavik. Shni 14776. V J Pzentsmiðjan Leiftuz

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.