Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 8
54 KIRKJURITIÐ framgang þess, enda bárust og mótmæli víðs vegar að af landinu. Þjóðin vildi ekki þá skerðingu kirkjustarfsins, sem hlaut að leiða af samþykkt frumvarpsins. Að sjálfsögðu hefir Prestafélagið ávallt, sem stéttarfé- lag, haft afskipti af launamálum stéttarinnar, m. a. með þátttöku i Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, síðast, er ný launalög voru samþykkt í árslok 1955. Það leiðir af sjálfu sér, að mörg þau mál, sem rædd eru á fundum Prestafélagsins, eru þau sömu og til meðferðar eru á synodus — það eru kirkju- og kristindómsmál al- mennt og ýmsir þættir kirkjustarfsins. En auk þess hefir Prestafélagið rætt og gert samþykktir um ýms önnur mál, svo sem fátækramál og framfærslu-, líknar- og mannúðar- mál, barnavernd og fræðslumál. M. a. voru fræðslulögin nýju — meðan þau voru í undirbúningi — aðalmál Presta- félagsfundar á Akureyri 1945. 1 þessu sambandi má geta þess, að samkvæmt lögum tilnefnir Prestafélagið mann í Barnaverndarráð íslands, og hefir kirkjan þann veg að- stöðu, sem kirkjur hinna Norðurlandanna hafa ekki, og má þakka þann skilning og það traust, sem íslenzku kirkj- unni er þannig sýnt af valdhöfum. Þegar Prestafélag Islands var stofnað — var gert ráð fyrir því, að stofnaðar yrðu deildir þess í ýmsum lands- hlutum, til þess að auðvelda samstarf prestanna. Þetta var og gert. Deildir voru stofnaðar fyrir og eftir 1930 — fyrir Austurland og Vestfirði — Hallgrímsdeild fyrir Miðvestur- land og Guðbrandsdeild fyrir Skagaf jarðar- og Húnavatns- prófastsdæmi. Hafa þessar deildir starfað vel — ein þeirra, Prestafélag Vestfjarða, hefir gefið út ársrit — Lindina, og þó ekki árlega. Það hefir í mörgum tilfellum reynzt hagkvæmt fyrir stjórn Prestafélags Islands, að geta átt samstarf við stjórnir deildanna, einkum formennina. Var og sú skipun gerð fyrir stuttu, að þeir, ásamt stjórn Presta- félagsins, mynda fulltrúaráð, sem gert er ráð fyrir að komi saman, þegar um stærri mál er að ræða. Um nokkurt skeið hafði Prestafélag íslands forgöngu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.