Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 17

Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 17
PISTLAR Eivind Berggrav. Með honum er horíinn sá, sem hæst bar í lyftingunni á kirkjuskipi Noregs síðustu þrjá- tíu árin, enda fremstur allra Norðurlandabiskupa eftir daga Söderbloms. Heimsfrægur áhrifamaður og oddviti í al- kirkjumálum. Faðir hans, Otto Jensen, var víðsýnn skólamaður og virtur prestur. Skamma hrið kirkjumálaráðherra í ráðuneyti Michelsens, þegar átökin urðu niest um skipun guðfræðipró- fessoranna við Oslóarháskóla og Safnaðarháskólinn kom til sögunnar. Síðustu mánuðina, sem Jensen lifði, var hann bisk- up á Hámri. Eivind Berggrav gekk í spor föður síns. Var fyrst kennari við alþýðuskólann á Eiðsvelli og víðar, svo prestur í nágrenni Eivind Berggrav Oslóar, og fangelsisprestur þar í borginni í þrjú ár áður en hann varð biskup á Hálogalandi 1928. Fimmtán árum síðar varð hann yfirbiskup Norðmanna og hélt því embætti til ársins 1951, en sagði þá af sér sökum heilsubrests. Hann var atkvæðamikill og mikilsvirtur biskup, en þrennt jók mest hróður hans og heldur lengst nafni hans á lofti: ritsnilldin, forusta hans á styrjaldarárunum og áhrif hans í alkirkjumálum. Af bókum hans má nefna: Den religiöse fölelse, Fangens sjel, Spenningens land og Norske profiler. Að því ógleymdu, að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.