Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 29

Kirkjuritið - 01.02.1959, Side 29
KIRKJURITIÐ 75 Næstu tvö árin eftir að séra Jón lauk embættisprófi vann hann við verzlunarstörf á Hólmavík. En 31. ágúst 1904 var honum veitt Tröllatunguprestakall, og vígður var hann 11. sept. s. á. Fyrstu f jögur árin sat hann á Broddanesi, en síðan á Kolla- fjarðarnesi, er þá var gert að prestssetri. Prófastur varð hann í ársbyrjun 1921. Prests-og prófastsstörfum gegndi hann til vors 1951, en bjó áfram á Kollafjarðarnesi til 1954. Þar undi hann bezt, og var eindregin ósk hans að mega dveljast þar til æviloka. En sökum heilsubrests varð hann að bregða því ráði og flytjast til Reykjavíkur. Hér undi hann og hag sínum brátt vel, en hin næstu sumur dvaldist hann hjá syni sínum nyrðra. Naut hann þeirrar dvalar ríkulega, og ekki sízt þess, er honum gafst kostur að ganga milli bæja, þar sem honum fannst vera „heilög jörð“, eins og hann kvað sjálfur að orði. Sér Jón átti frændum og vinum að mæta, er hann hóf prests- starf í Tröllatunguprestakalli. Og þar brá aldrei skugga yfir á hans löngu embættistíð. Allir máttu finna góðvilja hans og að hann fylgdi því einu fram, er hann vissi sannast og réttast. Honum féll þungt, ef misklíð var manna á milli, og vildi þar jafnan bæta um og sætta. Prestsstörf framkvæmdi hann á lát- lausan hátt, eins og helgri þjónustu sæmir. Hann hafði fagra söngrödd, og gaf altarisþjónusta hans helgiathöfnum sérstak- lega fagran blæ. Séra Jón kvæntist 5. júlí 1908 Guðnýju Magnúsdóttur frá Miðhúsum í Hrútafirði, sem lifir mann sinn ásamt átta börn- um þeirra hjóna. Hún er kona vel að sér gjör og vinsæl, hvar sem hún kynnist. Mun gestum, er komu að Kollafjarðarnesi, seint gleymast alúð þeirra hjóna og barna þeirra. Miklu var þar að sinna, heimilið lengst af fjölmennt og búskapur rek- inn í allstórum stíl, en þó jafnan bjart yfir, er notið var þar góðra stunda. Þá var og Kollafjarðarnes í tíð séra Jóns sann- kallað heimkynni söngmennta héraðsins, og átti kona hans og börn þeirra þar ríkan hlut að, eins og alkunnugt er. Börn þeirra hjóna eru: Ragnheiður gift Skeggja Samúels- syni járnsmíðameistara í Reykjavík, Hjálmar fyrr bóndi á Felli, nú á Akranesi, Brandur skólastjóri i Reykjavík, Magnús söngstjóri á Akranesi, Matthías kennari s. st., Valgerður gift Guðmundi Eiríkssyni frá Dröngum, Guðbjörg gift Páli Theó-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.