Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 40
86 KIRKJURITIÐ innar, með þekkingarleit sinni um lífið eftir dauðann. Svo virð- ist þó sem einnig þeim hafi orðið nokkuð þungt fyrir um árangur. Sennilega er ein orsökin að erfiðleikum þeirra hin vandræðalega aðgreining þeirra, milli efnis og anda. En vafa- laust er lífið meira og minna efnislegt, ekki ósvipað og á þess- um hnetti, út yfir allar eilífðir. Og til þess benda fjölmargar lýsingar á framlífinu, fengnar handan að. Dæmin sýna það líka ótvírætt, að efnið helgast af og lýtur göfugum og styrkum anda, langt út fyrir hin venjulegu lögmál þess. Má þar nefna t. d. dæmi Krists, er reis upp í sínum jarðneska líkama og hafði raunar áður ummyndazt í honum. Bendir það ekki til hins sama, er mann vaða sterkan eld, án þess að þá saki hið minnsta? Er menn og hlutir svífa í lausu lofti o. s. frv. Enda skilst mér, að engin efnisögn sé til utan ríkis Guðs og anda hans. í þessu sambandi vil ég minna á orð úr Nýalsritum dr. Helga Pjeturss, hins íslenzka spekings. En vafalaust er það hann, sem hefir táknað það ljós, er spáð hafði verið um að lýsti frá íslandi og Reykjavík, einmitt á þeim tíma, er Nýals- bækur hans komu út, hver af annarri. 1 þeim ber hann fram kenningar, sem ég álít að íslenzk kirkja hefði átt, ef hún hefði verið hlutverki sínu vaxin, að taka fagnandi móti sér til rann- sóknar og uppbyggingar að því leyti, er sannar reynast. En orðin eru svona: „Eins og ljósaldan leitar frá einhverri sól út í hinn endalausa myrka geim, þannig geislar hinn æðri kraftur út í hið ófullkomna efni og leitast við að koma því fram á braut hinnar góðu verðandi og gjöra það sér líkt“ (Nýall, bls. 330). Ég vil taka það fram, að ég hefi ástæðu til að vera Nýal mjög þakklátur, því ég hefi aldrei fundið guðlegri tilgang í lífi mínu en við hugsanir um hinn óþrotlega lífheim, sem hver heið- rik nótt kemur okkur í snertingu við. Lífheim, sem við siglum um á okkar farartæki, hnettinum okkar, og sem virðist í raun og veru óþarft að hafa orð yfir eins og „fyrir handan“ eða ,,úti í eilífðinni". Eða hefir ekki lífið komið hingað frá öðrum hnöttum og hverfur það ekki héðan til annarra hnatta? Og er því ekki við haldið hér t. d. í endurnæringu svefnsins fyrir sam- band alls lífs í alheimi? Og er ekki slíkt allífssamband í gegn- um allar veraldir rúms og tíma fylling hinnar kristilegu guðs- hugmyndar um „ ... hann, sem er allt og í öllu, í alveldishöllu".

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.