Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 38
Leikmannsþankabrot, Úr Pistlum: „ . . . Ég þekki þess dæmi, að menn eru alveg óvanalega áhugasamir um trúmál, samt eru þeir alltaf að húð- strýkja kirkjuna. .. . Einmitt þeir gætu hreinsað til og markað sporin móti þeirri framtíð, sem vér öll þráum. . ..“ Mér virðist þetta sagt af miklum skilningi og álít, að það mundi heppilegt kirkju og kristni að opna vettvang t. d. í Kirkju- ritinu fyrir almennar raddir um helztu hugðarefni mannsand- ans. Ef nokkur þáttaka fengist, hygg ég, að fljótt mundi nokk- uð það koma í ljós, er fengur væri að, bæði fyrir lærðan og leikan. Neðar á sömu bls. og áðurgreind ummæli eru tekin upp af, kemur að vísu nokkurt afturkast frá þeim, þar sem verið er hálfvegis að afsaka það, að ritið birtir greinina „Hvað er trú?“ eftir séra Sigurjón Jónsson, sem er að mínum dómi einhver raunsæasta greinin, sem ég hefi séð í Kirkjuritinu. Ég er séra Sigurjóni mjög þakklátur fyrir þessa grein, og mig langar til að undirstrika sum atriði hennar. Atriði, sem ég álít að kristniboðunin verði að taka til gaumgæfilegrar athug- unar, ef hún að lokum á að verða því hlutverki vaxin, er henni frá upphafi var á herðar lagt, að skapa guðsríki á jörðu. Eða er ekki kominn tími til þess fyrir kennimennina og fyr- ir alla, að reyna að brjóta það til mergjar, af hverju það er, að eftir nær tvö þúsund ára prédikun fyrir guðsríki á jörðu, þá er mannlífið í dag þannig, að aldrei hefir ægilegri hætta vofað yfir mannkyni þessa hnattar, miðað við algera eyðingu þess, auk alls annars vítislegs böls, er menn valda hverir öðr- um í dag. Hlýtur ekki þessi litli árangur kristinnar baráttu að stafa af því fyrst og fremst, að kristindómurinn hefir ekki ver- ið nógu sannur, viðsýnn og kærleiksríkur. Ekki nógu guðlegur, til þess að Guð, þ. e. a. s. hin beztu og sönnustu öfl, sem við getum hugsað okkur starfandi í alheimi, gætu fengið farveg í gegnum hann, til nógu verulegra áhrifa á mannlíf þessa hnattar. Hvað er trú ? Trúarbrögð eru vafalaust sprottin af tilfinningu fyrir því, að maðurinn er háður öflum, sem eru honum meiri. Og af meiri og minni vanþekkingu skapar hann sér margvís- legar hugmyndir um þessi öfl og áhrif þeirra, og þannig skapast

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.