Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 45
Að lokinni leiksýningu. Ég horfði nýlega á helgileikinn „Bartimeus blinda“ eftir séra Jakob Jónsson. Leikflokkur á Akureyri sýndi undir stjórn Ágústs Kvarans. Sýningin tókst prýðilega að mínum dómi. Sýning helgileika er athyglisverð safnaðarstarfsemi, sem ný- lunda er hér á landi. Kirkjunnar menn ættu að gefa henni góð- an gaum. Séu leikritin vel samin og sýnd, þá efast ég ekki um, að þau skilji mikið gott eftir í sálum áhorfendanna. Hér nyrðra reyndist það svo, að leikurinn „Bartimeus blindi“ var alltaf sýndur fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir. Prest- unum gafst gullvægt tækifæri til að ná eyrum fjölda safnaðar- manna sinna, sem sjaldan eða aldrei láta ella sjá sig í kirkju, og sjálfur flutti leikurinn áhrifaríkan boðskap. Safnaðarfólkið og prestarnir unnu í sameiningu að sýningunum, og sú samvinna getur haft sitt að segja. Leiksýningar þessar voru framkvæmdar í sjálfboðavinnu sem safnaðarstarfsemi af mönnum ýmissa stétta. Sú samvinna tókst með ágætum. Það vakti eftirtekt mína, að ég heyrði leikfólkið og leikstjórann hafa orð á því, að þeim fyndist eitthvað „tóm- legt“ í huga sínum, er hætt var að sýna leikinn. Sannarlega hafði þó flokkurinn mikið fyrir þessu. En hann taldi ekki fyrir- höfnina eftir sér. Starfið hreif þá, ef ég veit rétt. „Eafnaöar- störfin fylla sálirnar unaöi.“ Eins og sagt hefir verið, tókst leikendunum að gjöra stundina í kirkjunni að guösþjónustu, en það er tilgangur helgileikanna. Sjálfsagt má þakka leikstjóranum það að miklu leyti. Hann leið- beindi og sviðsetti leikinn. Starf hans var mikið og ágætt, og á hann þakklæti skilið. Fráleitt hafa allir leikendurnir verið leik- sviðsvanir, en þess gætti ekki. Sýnir það, að vel hefir verið æft, leiðbeint og sagt til. Hvorki leikstjóri né leikendur köstuðu hönd- um að starfinu, enda urðu áhorfendur áreiðanlega fyrir góðum ahrifum. Hve lengi þau endast og hvort þau megna að bæta

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.