Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 41
KIRKJURITIÐ 87 En hver er annars vegur þekkingarinnar innan kirkjunnar? Það má marka meðal annars af nýlegum orðum mæts prests, sem talar um framlifið sem „hið dulda og ókunna, þangað sem trúin ein á færa leið og vonin byggir sér fagrar vistarverur“. Vissulega bera þessi orð vitni um lítinn árangur tvö þúsund ára framsóknar kristinna trúarkenninga. Fyrr á tímum beitti kristnin beinum ofsóknum gegn ýmsum vísindalegum sannindum, og enn heyrist úr þeim herbúðum lít- ið gert úr sigrum vísindanna og raunar oft á tvo vegu, er stang- ast nokkuð á. Er sá annar, að þekkingarljós þeirra sé svo lítið, að það sé ekki hlutfallslega meira en birtan frá bílljósunum út í skammdegisnóttina. Hin er sú, að vísindaleg þekking sé á sumum sviðum komin svo langt á undan siðferðilegum þroska mannanna, að meira en vafasamur gróði sé fyrir mannlífið. Ég hygg, að fyrri sam- líkingin sé fjarri sanni, því að sigrar þekkingarleitar og vísinda eru mjög miklir á flestum sviðum mannlífsins. En sennilega má finna líkingunni stað, að því leyti sem kirkjan hefir tekið þekk- inguna í þjónustu sína og til viðurkenningar. í þessu sambandi vil ég aftur benda á tómlæti kirkjunnar við hinum fastmótuðu kenningum dr. Helga um efnislegt líf á ótölu- legum fjölda annarra hnatta í alheiminum og beins lífsambands þeirra í milli. Og furðulegast er tómlætið vegna þess, að tak- mark rannsókna og kenninga dr. Helga er að skapa á þessum hnetti skilyrði fyrir aukin guðssambönd lífinu hér til göfgunar. Fáum ætti þó að dyljast nú, að vísindin stefna að ýmsu leyti til kenninga hans, síðan þær komu fram. Það hefir sýnt sig of- vel í lífi þessa hnattar, að það er ekki nóg að vera ötull að leita sannleikans, þrautin er að fá hann viðurkenndan. Hitt atriðið virðist mega til sanns vegar færa. Það sýnir hræðsla mannkynsiris við eigin tortímingu. En þó svo sé, virð- ist það bæði illt og vonlaust verk að hugsa sér að slökkva þekk- ingarþorsta mannanna, því að hnan er áreiðanlega guðlegs eðlis. Og meðan eitthvað er dulið á einhverjum sviðum mannlegs lífs °g mannlegrar hugsunar, þá er þekkingin ekki nóg, því allri vanþekkingu hlýtur að fylgja nokkur villa og villutrú. Og er ekki einmitt þekkingunni — sanrileikanum um hlutina — ætlað að gjöra mannkynið frjálst, víðsýnt og kærleiksríkt, eða er það ekki það, sem Kristur á við, er hann segir, að sannleikurinn

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.