Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 26
Séra Vilhjálmur Briem nírœður, Séra Vilhjálmur Briem átti ní- ræðisafmæli 18. janúar síðastl. Er hann nú einn á lífi hér hinna þjóð- . frægu og ágætu sona Eggerts Gunnlaugssonar Briems sýslu- manns. Hann var prestur í Goðdölum 1894—1899 og á Staðastað 1901 -—1912, vinsæll og velmetinn á báðum stöðunum. Jafnframt gerð- ist hann búhöldur góður og kom sér upp stórbúi á Staðastað. Lét hann framfarir í búnaði mjög til sín taka í prestakallinu og gerðist brjóst fyrir þeim. Margt var í séra Vilhjálmur Briem heimili hans, löngum allt að 20 manns. Voru piltar oft við nám hjá honum á vetrum og stúlk- ur hjá frú Steinunni Pétursdóttur, konu hans. Heilsa séra Vilhjálms var mjög veil á yngri árum, svo að hann varð að láta af prestsskap 1912 og fluttist þá til Reykja- víkur. Þótti safnaðarfólkinu mjög fyrir að sjá af þeim hjónum og skoraði á þau að vera kyr. Séra Vilhjálmur varð nú starfsmaður Landsbankans og Söfn- unarsjóðs íslands. Eftir séra Eirík bróður sinn varð hann for- stöðumaður Söfnunarsjóðsins, og rækti það starf um fjölda ára með sama áhuga og dugnaði sem hann. Sérstaklega ber að geta þess hér, að þau hjónin stofnuðu á 50 ára hjúskapar- afmæli sínu við Söfnunarsjóðinn sjóð, er þau nefndu Fæðing- argjafasjóð íslands og er í eign Þjóðkirkjunnar undir vernd óg umsjá biskups, og ennfremur stofnuðu þau fimm árum seinna Styrktarsjóð Fæðingargjafasjóðs íslands. Nema þessir sjóðir báðir nú yfir 320.000 krónum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.