Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 27

Kirkjuritið - 01.02.1959, Síða 27
KIRKJURITIÐ 73 Séra Vilhjálmur hefir verið mikill athafnamaður og fram- faramaður um æfina, en þó hlédrægur jafnan, einn hinna hóg- væru og kyrrlátu í landinu. Hann er enn teinréttur og ber aldurinn óvenjulega vel á all- an hátt. Á það vafalaust sinn þátt í því, hve heimili hans er unaðslegt og gott og þau hjón samvalin um að laða að vini og gesti. Sönglistin hefir þar einnig verið í hávegum höfð. Kirkjuritið árnar séra Vilhjálmi og ástvinum hans allrar blessunar. Á.G. Sýningarvélar og myndir. Á undanförnum árum hefir það færzt í vöxt, að prestar og æskulýðsfélög hafa eignazt sýningarvélar, skuggamynda eða kvikmynda, og sýnt með þeim kristilegar myndir. Hafa þessar sýningar gefizt mjög vei, einkum skuggamyndasýningarnar. Þeir, sem hafa í hyggju að eignast slíkar sýningavélar, geta Pantað þær hjá Radíó og raftœkjastofunni, Óöinsgötu 2, Reykjavík, sem útvegar þær gegn 10% ómakslaunum. Enn- fremur annast fyrirtækið allar aðgerðir á vélunum, ef óskað er. Framkvœmdastjóri ríkisútgáfu námsbóka, Jón Emil Guö- jónsson, Hafnarstrœti 8, Reykjavík, hefir einnig góðfúslega lofazt til að útvega myndir eftir þörfum: Skuggamyndir og kvikmyndir. Sömuleiðis afgreiðir hann smámyndir til límingar í sunnudagaskólabækur. Kosta 45 myndir aðeins 2—3 krónur. Vertu munaðarlausum sem faðir, og móðir þeirra í manns stað. svo muntu vera sem sonur hins æðsta, og hann mun elska þig meira en móðir þín. (Jesú Síraksb. Jf,10nJ. ☆ bín hönd sé eigi framrétt til móttöku, en læst, þá gefa skal aftur. (Jesú Síraksb. 4,361. ☆ Kælir ekki döggin hitann? Þannig er (gott) orð betra en gjöf. (Jesú Síraksb. 18,16).

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.