Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.02.1959, Qupperneq 39
KIRKJURITIÐ 85 hin mikla fjölbreytni í trúarhugmyndum. Og af því líka, að ,,trúin er sannfæring um þá hluti, sem ekki er auðið að sjá“, þá telur hver trúflokkur sínar hugmyndir þær einu réttu, sem hlýtur að skapa neikvætt samfélag. Ef hins vegar hvert trúfé- lag ynni af alhug að því að fá þekkingu á raunveruleikanum bak við trúarhugmyndir sínar, mundi fyrr eða síðar, þó senni- lega mjög fljótt, fást samnefnari allra trúarbragða í reynslu- vísindum og skapa þannig í aðalatriðum lífsins jákvætt sam- félag. Eitt guðlegasta einkenni mannsins er hinn frjálsi andi. Hver einstaklingur er frjáls og sjálfstæð sál, sem hefir vissulega nokkru guðlegu hlutverki að gegna. Og hvað hefir einstakling- urinn annað, til að rétta sig af í lífinu, en dómgreind sína og samvizku, guðseðli sitt. Er þá ekki auðsætt, að það hlýtur að vera neikvæð ráðlegging, ráðlegging gegn heilbrigðri framvindu lífsins, að ráða kennimönnum til að „treysta ekki um of á eigin dómgreind", þeir skuli ,,láta ritningarnar tala“ í prédikunum sínum. Ég álít, að ef kennimaður kennir gegn sannfæringu sinni, hljóti sá að kallast falskennari, og það sé öruggt, að sannleik- urinn geri hann ekki frjálsan, eða mannkynið fyrir hans orð. .... Vinir trúarinnar ættu að taka vísindamennina sér til fyrirmyndar í því, hversu þeir síðarnefndu eru fljótir til að varpa frá sér formúlu, sem reynzt hefir röng, til þess að prófa aðra nýja. .. . Það ætti að vera skýlaus krafa, að kristinn mál- flutningur verði reistur á eins öruggum sannleiksgrundvelli og auðið er“ (sr. Sigurjón). Þetta eru vissulega eftirtektarverð orð. Mér virðist, að kirkjan hafi aldrei verið hlutverki sínu vaxin að því leyti, að hún hefir talið sér sæma að vera í meiri og minni andstöðu við þekkingu og vísindi, í stað þess að vinna að því, af óbilandi festu og áhuga, að fá ljós þekkingar yfir hvert ein- asta dulið trúaratriði. Því í raunhæfu framvindu lífi hljóta vís- indi og trú að vera í órofa samstarfi. Sannleikurinn getur ekki gjört lifið frjálst, fyrr en trúin leit- ar af alhug þekkingar og hefir í öllu það, er sannast reynist. Ég hygg, að almennur áhugi mundi fljótlega blossa upp inn- an kirkjunnar, ef kennimenn hennar tækju upp slíka stefnu. Ég vil í því sambandi minna á hið hressandi lífsloft, er séra Haraldur Níelsson o. fl. spíritistar veittu út á meðal þjóðar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.