Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 81 Á barnaheimilinu Sólheimum koma sífellt fram þarfir, sem ekki er hægt að fullnægja vegna fjárskorts, rétt eins og gengur þar sem mannúðin ræður meir en efnahagurinn. í tilefni af þessum tímamótum i sögu Sólheima og í viðurkenningarskyni fyrir hið mikla og óeigingjama starf frú Sesselju Sigmunds- dóttur væri það einkar vel viðeigandi, að áhugamenn um upp- eldi andlega vanheilla og annarra afbrigðilegra barna legðu fram dálítið fé í sjóð, sem frú Sesselja réði yfir til framkvæmda 1 þágu barnaheimilisins. — Ég hefi leyfi til að skýra frá því hér, að barnaheimilisnefnd þjóðkirkjunnar hefir í dag stofnað slíkan sjóð með 25 þús. króna framlagi, Barnaverndarfélag Reykjavíkur hefir lagt fram 15 þús. krónur og Styrktarfélag vangefinna 20 þús. krónur í sama skyni. Fleiri félög og ein- staklingar hafa þetta mál til athugunar. Ég vona, að margir taki þátt í þessu, þótt ekki ráði allir yfir stórum upphæðum. Með slíkum stuðningi getum við bezt vottað skylt þakklæti fyrir óvenjulegt afrek og aukið gleði og hamingju þeirra barna, sem bágast eiga. Ég vil að lokum þakka frú Sesselju hið mikla líknar- og menningarstarf, sem hún hefir unnið. Jafnframt áma ég barna- heimilinu Sólheimum allra heilla í framtíðarstarfi. Eg veit ég mæli þessi orð fyrir margra munn. Reykjavík, 12. janúar 1959. Matthías Jónasson. Þú vilt hróður heyra þinn, hafðu slikt við aðra, veikum bróður vægðir inn, vef í tjóður lastyrðin. Kvis, álýgi, kals og bann, kjósa viltu eigi, varast þvi að vondskap þann viður drýgir nokkurn mann. Þolinmæði þjáir styggð, þolinmæði vinnur, þolinmæði þróar dyggð, þolinmæði sóar hryggð. (Úr Þorlákskveri.) 6

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.