Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 23

Kirkjuritið - 01.02.1959, Page 23
KIRKJURITIÐ 69 togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst við Nýfundnaland. Var það raunar enn stórkostlegra mannfall fyrir oss, þessa fámennu þjóð. En ekki höfðum vér rétt oss undan því höggi, er annað reið á, jafn þungt og voveiflega. En þá fórst vitaskipið Her- móður í Reykjanesröst. Við slíkar harmafréttir rifjast upp fyrir oss allar þær fórnir, sem Ægir hefir af oss krafizt um aldirnar — og það er eins og vér heyrum i frásögninni öll þau tár, sem þær hafa valdið, falla sem þungt regn í myrkri. Vér vitum lika, að margir spyrja í því sambandi. Hvar er Guð? Hví lét hann þetta viðgangast? En Guð er raunar sjálf- ur svarið. Aðeins trúin á hann getur nokkuð að ráði létt byrð- uia, og brugðið birtu ódauðleikatrúarinnar yfir hið svarta uiyrkur sorgarinnar. „Hann veit, hann veit, hann veit, þótt ég ei skilji“, sagði séra Matthías. Og hann lýsir því ógleymanlega — hversu unnt er líka að sætta sig við að fá ekki einu sinni að signa yfir lík horfinna ustvina, né fylgja þeim til vígðrar grafar: Hvað er Guðs um geima, gröfin betri en sær? Yfir alla heima armur Drottins nær. Eg bið öllum þessum syrgjendum og öðrum harmþrungnum friðar Guðs og blessunar. Lexía þjáninganna. En oss ætti hvorki nú né endranær að nægja að láta sitja við samúðina eina. Vér ættum að læra af því, hvemig sorgin sameinar og vekur skilning á því allsherjar bræðralagi, sem vér lifum í. Þess vegna er hver genginn góður. Margir lofa jafnvel hatrammasta sjórnmálandstæðing sinn látinn. En er oss íslend- lr>gum þá hollt að lifa í slíkum illdeilum, sem kyntar eru nú arum saman einkum á vettvangi stjórnmálanna? Rétt eins og þ*r geti ekki aðeins komið í staðinn fyrir trúmálin, — eins og margir segja, — heldur séu þær það, sem eigi að lifa fyrir. En eru þær ekki öllu heldur að koma oss fyrir kattarnef? Höfum ver blátt áfram efni á þeim, ef þær meina oss þær aðgerðir í efnahagsmálunum, sem nauðsynlegar eru til bjargar sjálfstæð- inu og almennra þjóðþrifa?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.