Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ
79
þakka, að starf heimilisins hefir orðið svo giftudrjúgt sem raun
ber vitni. Á námsárum sínum erlendis hafði Sesselja hlotið ágæt-
an undirbúning að starfi sínu hér, en sjálf var hún að eðlisfari
auðug af því, sem nauðsynlegast er til slíks starfs: ást á þeim
börnum, sem eiga bágt. Hjá henni finna þau hlýju og móður-
tryggð, og hún er skyggn á neistann í eðli þeirra, hversu djúpt
sem hann kann að vera falinn í fölskva vanþroskans. Hún á
mjúka hönd og lipra til að leysa þroska barnsins úr fjötrum,
sem andleg og líkamleg fötlun hafa reyrt hann í. Að vísu vinn-
ur enginn maður kraftaverk á þeim vettvangi, enda er andleg
fötlun háð ákveðnum, lítt hagganlegum orsökum. Öllu máli
skiptir að tengja uppeldisaðgerðirnar við þá þáttu í eðli hins
fatlaða barns, sem óskertir eða þroskavænlegastir kunna að vera.
Og börnin í Sólheimum bera þess ótvíræðan vott, að þau mæta
jafnan ást og skilningi, sem veitir persónuleik hvers og eins
svigrúm til alls þess þroska, sem því er áskapaður. Á engu upp-
eldisheimili hefi ég séð frjálslegri og ánægðari börn en á Sól-
heimum.
Þrjátíu ára saga virðist ekki löng, þegar litið er um öxl og
leiðin mæld í sjónhending. Samt felur saga Sólheima í sér bar-
áttu, erfiðleika, vonbrigði og sigra brautryðjandans. Sá, sem
brjóta vill nýjar brautir, kemst sjaldan hjá að verða fyrir mis-
skilningi og misjafnlega sanngjörnum dómum, einkum þegar
erfiðleikar hins nýstárlega viðfangsefnis fara að koma í ljós.
Frú Sesselja Sigmundsdóttir hefir ekki farið varhluta af þessu.
Mér er ekki kunnugt um, hve viðkvæm hún hefir verið fyrir
misskilningi og aðkasti, en hitt veit ég, að hún hefir aldrei látið
hagga sér frá þeirri stefnu, sem hún taldi rétta.
Auðvitað stóð Sesselja ekki ein í þessari baráttu. Einhuga
með henni stóð fyrst og fremst stjómarnefnd barnaheimilisins,
sem jafnan var skipuð valinkunnum prestum, og svo aðrir þeir
menn, sem gleggst þekktu til starfs hennar. Þeim skildist það,
að viljastyrkur og starfskunnátta forstöðukonunnar var kjöl-
festa hemiliisis. Það er ekki hægt að tala um fyrstu starfsár
Sólheima án þess að minnast hins gætna, velviljaða og raun-
góða mannvinar, séra Guðmundar Einarssonar frá Mosfelli, sem
jafnan bar hag barnaheimilisins mjög fyrir brjósti og var ná-
mn vinur og samstarfsmaður frú Sesselju.
Nú er mönnum smám saman að skiljast, hvert frú Sesselja