Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 55 um svo nefnt ferðaprestsstarf. Fóru þá prestar í heim- sóknir til ýmissa staða á landinu, einn eða tveir saman — eða prestur og leikmaður — og voru þá fluttar guðs- þjónustur í kirkjum og erindi — framhaldsskólar heim- sóttir o. s. frv. Þótti þessi starfsemi gagnleg, og var að góðu getið. Á seinustu árum hefir þetta starf farið þverr- andi. Annar þáttur í starfi Prestafélags Islands hefir hins vegar mjög aukizt seinustu árin, en það er þátttaka í sam- starfi Prestafélaga Norðurlanda. Árið 1956 var sameigin- legur prestafundur Norðurlanda haldinn hér í Reykjavík, og stóð það að nokkru í sambandi við Skálholtshátíðina, þó að fundurinn væri ekki samtímis henni. Var þetta stór- viðburður í kirkjulífi voru og merk tímamót. Svo heppi- lega vildi til, að veður var hið fegursta alla fundardagana og fundurinn einstaklega ánægjulegur. Létu erlendir þátt- takendur hið bezta yfir fundinum og móttökum öllum í þeim fjölda blaðagreina, er þeir skrifuðu eftir heimkom- una. Þess má geta, að bæði ríkisstjórn og Reykjavíkurbær studdu Prestafélagið rausnarlega, til þess að fundurinn mætti sem bezt takast og verða oss til sóma, sem og varð. Ekki verður svo skilið við 40 ára sögu Prestafélags Is- lands, að ekki sé getið nokkurra þeirra manna, sem mest og bezt hafa unnið í þjónustu þess. Ég gat áðan um starf Sigurðar P. Sívertsens prófessors, síðar vígslubiskups, sem af lifandi áhuga starfaði fyrir félagið, meðan heilsa ent- ist, og með einlægri þrá eftir því að vinna kirkju þessa lands til heilla það, er hann mátti. Hann lézt 9. febr. 1938. Við starfi hans tók, bæði við formennsku og ritstjórn, Ásmundur Guðmundsson prófessor, nú biskup, og má um hið merka starf hans segja það sama og fyrirrennara hans. Magnús Jónsson prófessor var í fjölmörg ár í stjórn, um tíma formaður í fyrstu, og lengi ritari. — Hann var í tnörg ár meðritstjóri Kirkjuritsins. Eru landskunn giftu- rík störf hans að hverju því, sem hann tók að sér. Ég minnist einnig hér margra ára starfa séra Bjarna Jónsson- ar vígslubiskups, séra Friðriks Hallgrímssonar dómprófasts

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.