Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.02.1959, Blaðsíða 14
60 KIRKJURITIÐ öllum kynþáttum og tungum blandar þar geði saman og býr sig undir stríðið, sem kirkjan hlýtur að heyja við veraldar- hyggjuna, les Biblíuna og biðst fyrir til þess að geta fundið raunverulega lausn á vandamálunum. Kirknanefndin, sem fjallar um alþjóðamál, leitast við að vekja athygli á alþjóðlegum vandamálum kristinna manna og stinga upp á leiðum til þess að ráða fram úr þeim. Hún leit- ast einnig við að koma augu á og lýsa yfir kristnum meginregl- um, sem miða að því að efla skyldleika þjóðanna innbyrðis. „Samstarf karla og kvenna að kirkjumálum og félagsmálum“ þróast einnig. Að því vinnur sérstök deild. Leikmenn rannsaka, hvaða stefna sé vænlegust í leikmanna- starfi í kirkjunum um heim allan og hver skuli vera þáttur leikmanna í kirkjunum og boðskapur þeirra til þjóðfélagsins. Æskumenn frá ýmsum þjóðum, kynþáttum og kirkjudeild- um koma saman á hverju sumri til þjónustu við kirkjuna og til þess að auka skilning á auðlegð kristins samfélags. Starf þetta hófst fyrir 11 árum. Síðan hafa yfir 7000 ungmenni af 57 þjóðum tekið þátt í því í 260 sumarbúðum. Ekumeniska hreyfingin og Alkirkjuráðið. í Nýja testamentinu er orðið „oikoumene" haft um heims- byggðina eða mannkynið, og því er nú lýsingarorðið „ekúmen- iskur“ notað um hreyfinguna nýju, sem miðar að samstarfi og einingu kirknadeildanna og kristninnar yfirleitt. Það er haft um gervalla kirkjuna í öllum heiminum, þ. e. felur í sér alla kristna menn og allar kirkjur, hvar sem eru. Það á við um tilraunir þær, sem gjörðar hafa verið til þess að auka einingu með dreifðum meðlimum kristinnar kirkju, breiða út kristni- boð og dýpka skilninginn á því, hvað það sé í raun og veru að vera kristinn maður. Það verður að játa, að ekki er unnt að útskýra til fullnustu orðið „ekúmeniskur“. Hreyfingin, sem vér nefnum „ekúmen- iska“, er sífellt að vaxa og breiðast út. Upphaflega var einkum miðað við samstarfið með kristniboðunum. Nú er hugtakið orð- ið rýmra, svo að það felur í sér kristilegan þjóðfélagsvitnisburð og vandaspurningar um einingu kristinna manna um trú og skipulag. Prestsembætti fyrir stríðsfanga og aðra herþjónustu hafa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.