Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 103 Annað öllu verra. Þegar ég las fyrrnefnd ummæli, hrópaði ég upp með sjálf- um mér: — Það vildi ég, að hamingjan hefði gefið, að þessi umrædda klausa hefði staðið í Pravda og eitthvert frægt nafn undir! Þá hefði hún að öllum líkindum komið í einhverju heimsblaðanna, og síðan hefði hún sennilega verið endurprent- uð í Alþýðublaðinu, Morgunblaðinu, Tímanum og Vísi sem aug- ljós og óhugnanleg sönnun um guðleysið og fjandskapinn gegn kristindóminum austan járntjalds. Og lengi hefði verið til hennar vitnað hér á mörgum fundum og mörgum stólnum. En nú kom hún í hinu viðurkennda tímariti, Nýju Helgafelli, sem þeir eru ritstjórar að: Tómas Guðmundsson, Ragnar Jónsson, Kristján Karlsson og Jóhannes Nordal. Ekki nóg með það. Hún er ein meginuppistaðan í viðtali, sem tekið er sem sýnis- horn af bók, er Matthías Johannessen hefir samið og fjallar um spjall þeirra Þ.Þ. Ritstjórarnir gera enga athugasemd við greinina, — almenningur mun telja þá henni sammála. Hvað leiðir af þessu? Það birtir nokkuð, sem mörgum er hollt að horfast í augu við innan kirkju og utan. Hið raun- verulega viðhorf alls fjöldans, æðri sem lægri, til kirkju og kristindóms á íslandi nú á dögum. Þetta hefði ekki verið val- ið og birt, ef þessum ágætu andans mönnum, sem eru mjög vandir að virðingu sinni og kröfuharðir varðandi rit sitt, fynd- ist það ekki eiga erindi til þjóðarinnar. Ekki sem fyndni (enda er aldrei fyndni að gera spé að því, sem mönnum er kært, hvað þá heilagt). Nei, sem sannleikur — a. m. k. hálfur sann- leikur. Ég er ekkert að lasta þessa menn fyrir þá skoðun, né sneiða að þeim fyrir hana. Mér þykir einmitt vænt um, að hér kemur fram svart á hvítu, hver staða kirkjunnar er í dag. Hvernig margir þeirra manna, sem telja sig sjálfir til kirkj- unnar, rækja hlutverk sitt innan hennar. Nú ætti það að vera ljóst, að Trójuhesturinn er kominn inn fyrir borgarmúr- ana. Þetta er ekki eina sönnun þess, heldur eitt af mörgu, sem sýnir velunnendum þjóðkirkjunnar, að ef til vill á hún ekki rnikið eftir. Ég harma það ekkert verulega í sjálfu sér. Ég hefi þá trú, að hvað sem kirkjuforminu líður, fari með kristindóm- inn í þessu landi eins og þegar jörð er brennd að vori. Hún graenkar síðar enn fegurr. Þannig muni hann koma upp aftur enn öflugri, þótt hann verði að miklu leyti bældur niður um

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.