Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 14

Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 14
K.F.U.M. og K. 60 ára. Um áramótin voru hátíðlegar samkomur í K.F.U.M. í Reykjavík, því að 2. janúar átti félagið sex- tugsafmæli. Þá hugsaði ég um must- arðskornið, sem er hverju sáðkorni smærra, en þegar það er sprottið, verður það að tré, svo að fuglar himinsins koma og hreiðra sig i greinum þess. Þannig lýsir frelsar- inn lífinu í guðsríki. Ég man þá daga, er K.F.U.M. hóf starf sitt hér í bæ. Þá var must- arðskorninu sáð. K.F.U.M. var stofnað 2. janúar 1899, og K.F.U.K. verður sextugt 29. apríl næstkom- andi. Frækornið hefir frjóvgazt og þroskazt. Saga félagsins er fagur kapítuli í kirkjusögu þjóðar vorrar. Hvernig var byrjunin? Friðrik Friðriksson var við nám í Kaupmannahöfn. Komst hann í kynni við Olfert Ricard, hinn glæsilega æskulýðsleiðtoga, og dáðist að starfi hans meðal drengjanna. Frá þeirri stundu til þessa dags hefir Fr. Fr. ver- ið sístarfandi meðal æskulýðsins. Hann getur með sanni sagt: ,,Ég gjörðist eigi óhlýðinn hinni himnesku vitrun.“ Sumarið 1895 skrifar Fr. Fr., er hann lýsir kristnu æsku- lýðsstarfi, og þáverandi lektor Þórhallur Bjamarson birtir orð hans í Kirkjublaðinu: „Guð gefi, að þessi hreyfing nái góðum framgangi og yrði til að vekja marga af uppvaxandi frjóöngum þjóðar minnar til lifandi persónulegs trúarlífs og gróðursetja þá djúpt í sam- félaginu við frelsara vorn og Drottin. Séra Bjarni Jónsson

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.