Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 107 eftir örstuttan leik var hver blómkróna bleik og hver bikar var tæmdur í grunn. Ég held sem margir fleiri, að breytt lífsskoðun valdi hér þó mestu um. Fagnaðarerindi nautnarinnar hefir nú um hríð ver- ið prédikað ósleitilega fyrir æskulýðnum. Og þótt sagt sé, að seint fyllist sálin prestanna, er víst, að hít þeirra nautna-„post- ula“ gleypir ólíkt meira. Það mætti sýna með tölum. Aðalatriðið get ég kannski túlkað með líkingu. Margreynd kona var eitt sinn spurð á þessa leið: „Kona, hví grætur þú?“ Og hún svaraði: „Af því að það er búið að taka burt drottin niinn ...“ Það hefir áreiðanlega sínar afleiðingar, að búið er að taka burt „rómantíkina“ úr ástadraumum æskulýðsins og setja ,,sex“ í staðinn. En hitt er samt enn háskalegra og örlagarikara, að hugsjónir trúarinnar eru meginþorra æskunnar nú að mestu fýnd fræði og lokuð bók. Jurtin, sem nýtur ekki sólarsýnar, gulnar og tærist. Svo segir Berggrav, að í Norður-Noregi fari nienn á fjöll, þegar skammdegið er farið að þrúga þá, til að sjá sólina og drekka í sig lífsgeisla hennar. Er þá að undra, þótt æska, sem lifir undir lokuðum himni, verði lífsleið? Sannast það ekki af sögunni fyrr og síðar? Hvað var um Grikki og Rómverja t. d. á sínum tíma? Þessa er sérstök ástæða til að minnast um páskaleytið. Þá er hann lofaður, sem kom til að fegra og auðga mannlífið og ^eita að hinu týnda og frelsa það. Og til að sanna, að tilgangur íarðlifsins er ekki, að ævin sé eins og eitt langt skemmtikvöld 1 fjölleikahúsi, heldur vaxtarskeið. Sú trú, sú umhugsun, sá skilningur mundi eyða lífsleiða margra. Opna augu þeirra fyrir því, að þeir líta ekki sem skyldi til sólar. Gleðin er ekki lokuð inni í mismunandi vistlegum íbúð- um eða veitingahúsum, né bundin við fáein tilbúin skemmti- atriði. Þar er aðeins brotasilfur hennar. Mestu og óþrotlegustu hamingjulindirnar streyma undir opnum himni. Gunnar Árnason.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.