Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 21
KIRKJURITIÐ
115
í prédikunarstólnum, er þeir brýndu fyrir sóknarbörnum sínum
ráðvanda breytni og rétta hegðun og lögðu þar við Guðs nafn
°g greinir Heilagrar ritningar.
Þeir voru oftast einu menntamennirnir í allri sókninni. Þeir
útbreiddu ljós þekkingarinnar öðrum fremur í sóknum sínum
og hömluðú á móti hjátrú og villu, sem svo mjög þyrmdi yfir
fólkið á myrkustu öldunum. Þeir glöddust með glöðum og
hryggðust með hryggum, og þeirra samúð var meira metin
og betur þegin en allra annarra. Þeir voru lengst af einu lækn-
arnir í sókninni og báru öðrum fremur skyn á ýmsar jurtir
og aðra læknisdóma. Þegar einhver slasaðist eða veiktist hast-
arlega, þá var leitað til þeirra, og þeir útskýrðu og leiðbeindu
í atförum náttúruaflanna, þegar allt þótti úr hófi keyra, svo
að hélt við landauðn af hallærum og drepsóttum. Það má ef-
laust benda á margt, sem afvega fór hjá þessari stétt. Um það
er margt ritað í þjóðsögnum og frásögnum fyrri alda. En oft
er hins minna getið, sem með ágætum er gert. Á séra Þorleif
Sæmundsson ber nú engan sérstakan ljóma. Á hann mun ekki
hafa verið litið nema sem meðalprest. Þó segir Sören á Geir-
bjarnarstöðum um hann um aldamótin 1800:
„Vel uppfræðir, gleði glæðir,
gott um ræðir Þorleifur,
svanga fæðir, kalda klæðir,
kramda græðir sá maður.“
Þetta er góður vitnisburður gáfaðs manns um prest sinn,
t>egar þess er gætt, að höfundurinn er fremur að öðru kennd-
Ur en sleikjuskap við heldri menn.
Enn má bæta því við, að prestastéttin átti áreiðanlega afar-
ftúkinn þátt í fornbókmenntum okkar á hinum fyrri öldum.
Því segi ég, þegar á allt er litið: Vel sé þessari stétt. Veri
hún blessuð í hjörtum manna og hugum.
Ég hefi ekki talið Nespresta í þessu erindi nema upp til Sið-
hótar (um 1550). En frá þeim tíma og til síðasta prestsins í
Eesi, sem eru 300 ár, eru þeir 21 að tölu.
1. Jón Ólafsson er prestur í Nesi um miðbik 16. aldar. Ekki
er kunnugt um ætt hans eða uppruna. En sagður er hann kom-
lun af Vestfjörðum inn í Hólabiskupsdaémi og undir vernd Jóns
biskups Arasonar. Hann kemur við skjöl 1553, og dáinn er