Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 38

Kirkjuritið - 01.03.1959, Síða 38
132 KIRKJURITIÐ Peter Thun Foersom var prestssonur frá Suður-Jótlandi, fæddur 1777. Hann var einkasonur foreldra sinna, og var sendur til náms í latínuskólann í Rípum. Stúdentsprófi lauk hann þaðan með hárri lofseinkunn. En að því búnu hélt hann til Kaupmannahafnar og hóf nám í guðfræði að ákveðinni ósk foreldra sinna, og sjálfs sín vilja, því að þeim var mjög í mun, að hann yrði prestur. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Námsdvölin í Höfn var honum ekki alls kostar holl. Hann tók mikinn þátt í stúd- entalífinu, sló slöku við námið, hneigðist til óreglu, og komst aðeins skammt áleiðis við háskólanámið. Þegar ár- in liðu, án þess að árangur yrði af náminu, hvarf fjár- styrkurinn, sem hann hafði notið að heiman. Mun þar bæði hafa valdið efnaskortur foreldranna og vonleysi yfir týndum syni, sem ekki yrði við hjálpað. Alvara lífsins tók nú við. — Hann dró fram lífið með einkakennslu, sem gaf þó lítið í aðra hönd. Um þessar mundir var mikill leiklistaráhugi í Höfn sem oftar. Störfuðu þar mörg leikfélög áhugamanna, sem gerðu ekki allt of háar kröfur til leikenda. Réðst Foersom sem leikari til eins þeirra, og við það vaknaði leiklistaráhugi hahs, sem varð honum síðar til góðs, þó að lítið bæri hann úr býtum til að byrja með. Á þessum árum beindist hugur hans æ meira að Kon- unglega leikhúsinu, háskóla norrænar leiklistar. — Og kom svo loks, að hann sótti þar um leikarastöðu, gekk und- ir próf, og var ráðinn að því. Var þetta ein mesta gleði- stund lífs hans, og draumur hans um framtíðina bjartari en nokkru sinni fyrr, eins og sjá má af bréfi hans til móð- ur sinnar, sem þá var orðin ekkja. En ekki mun henni meira en svo hafa geðjazt starfsval sonar síns, og hefði kosið honum betra hlutskipti en leik- arastöðuna. Ekki mun næsta bréf hans heldur hafa fært henni mik- inn fögnuð. En þar segir hann henni frá því, að nú sé hann trúlofaður leikkonu.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.