Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 20
Nesprestar, Formaður sóknarnefndarinnar í Nessókn hefir farið þess á leit við mig, að ég á þessum afmælis- og gleðidegi minnar gömlu sóknarkirkju segði eitthvað frá prestum þeim, er setið hafa að embætti hér í Nesi á umliðnum árum og öldum. — En þó að ég sé ekki ófús til að verða við þessari ósk, ef mér væri eitt- hvað kunnugra um efnið en öðrum þeim, sem hér eru staddir, þá finn ég vel, að mér er nokkur vandi á höndum að fullnægja henni. Ekki svo mjög fyrir það, að ekki mætti næsta margt tína til um Nespresta, sem nokkur fróðleikur væri í, — því að auð- vitað mætti skrifa um þá heila bók með það fyrir augum. Held- ur veldur hitt vandanum, að hér er um svo marga menn að ræða, að ef gera ætti hverjum þeirra góð skil og gera þeim þannig öllum jafnhátt undir höfði í svona stuttu og takmörk- uðu samkvæmiserindi, þá sé ég vel, að það er mér ofætlun, nema úr verði allt of þurr og leiðigjörn upptalning ártala og nafna. En þetta ætla ég nú samt að reyna, í þeirri von, að áheyrend- urnir hlusti með góðgirni og séu enn eitthvað forvitnir um horfna menn og umliðna atburði og reyni að setja á sig og hugfesta eitthvað af því, sem sagt verður. Og þá skal ég hefja mál mitt á því, að á slíkri kirkjulegri samkomu sem þessari — hátíðlegum kirkjudegi — er það í fyllsta máta verðugt að minnast þeirrar stéttar — prestastétt- arinnar — sem hér verður til umræðu. Þeir voru — á öllum tímum — eða áttu að vera — menningaroddvitar, hver í sinrii sókn, mennirnir, sem á örðugustu og dimmustu tímum þessarar * þjóðar báru öðrum fremur hita og þunga dagsins — bæði í andlegum og veraldlegum efnum. Og þó að þeir væru auð- vitað mannlegum brestum og breyskleikum háðir eins og aðrir menn, þá kenndu þeir oft og tíðum ábyrgðar þeirrar, er þeir höfðu gengizt undir, — ábyrgðarinnar á menningarviðleitni og sálarfriði meðbræðra sinna og sóknarbarna og ábyrgðarinnar, er þeir höfðu sjálfkrafa tekið sér á herðar með orðum sínum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.