Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 6
PISTLAR Ljótt, ef satt vœri. 1 Nýju Helgafelli (Nóv.—des. 1958) er viðtal, sem Matthías Johannessen hefir átt við Þórberg Þórðarson rithöfund. Heitir það: Síödegisstund í unnski-ptingastofunni. Þar er þetta m. a.: „—- En hvernig er bezt að losna við persónuleikann ? Með því að fara í klaustur? -— Nei, ég held bænagerðir hjálpi manni ekkert í þessum efn- um. Þær leysa ekki hnútana, þær bara færa þá svolítið til. Menn hafa haldið, að kirkjan og trúarbrögðin hjálpuðu þeim til þroska. En ég held þáu verki öfugt. Þau binda menn í dogm- ur og færa í fjötra hindurvitna og hleypidóma og trúarhaturs, sem ná valdi á manninum og deyfa hann frá að hugsa sjálf- stætt. Ég held, að eina leiðin til að leysa hnútana sé sú að skilja sjálfan sig og lífið til hlítar. Það getur mörgum fundizt það erfitt, það getur kannski tekið þá nokkur jarðlíf. En ég held, að önnur leið sé ekki hugsanleg. Trúarbrögðin hafa haldið mönnum í andlegum viðjum og varnað þeim að skilja og verða andlega sjálfbjarga. Þess vegna liggur allur þorri manna hund- flatur og getulaus frammi fyrir hvers konar áróðri, og eru brðnir svo andlega villtir, að það má segja þeim í dag, að það sé hvítt, sem þeim var sagt svart í gær. Og menn hafa ekki við að trúa. Þó að eitthvað gott kunni að liggja eftir kirkjuna, þá er það hafið yfir allar efasemdir, að hún hefir unnið meira skemmdarverk á sálum manna en nokkur önnur stofnun í heiminum. — En heldur þú ekki, að kirkjan gæti gert gagn? — Jú, það gæti hún, ef hún breytti sér í þekkingarstofnun og hætti við þetta háfleyga freyðandi kjaftæði, sem hún byrl- ar fólki. Hér gæti spíritisminn komið kirkjunni til hjálpar sem fræðigrein, og er að því leyti miklu betri en þetta undirstöðu- lausa trúargjálfur. Spíritsminn getur fært mönnum rök og jafn- vel sannanir fyrir framhaldslífi og gefið fólki nokkrar bend-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.