Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ
105
ingjahælis, ef einhver hæf kona •— góð móðir — byðist til að
veita því forstöðu. Vonandi þurfa þeir ekki lengi að bíða þess.
Eitt af þvi, sem frú Guðrún Lárusdóttir barðist fyrir á Al-
þingi á sínum tíma, var, að komið yrði á fót vistheimili fyrir
,,dætur götunnar". Aðrar konur munu hafa haldið málinu vak-
andi á Alþingi og nú síðast frú Ragnhildur Helgadóttir. En
árangurinn er næsta lítill enn, og hefir samt nauðsynin farið
stórvaxandi árlega, og fullvíst, að um hörmulegt neyðarástand
er nú að ræða í þessu tilliti.
Stúlkurnar, sem hér eiga hlut að máli, eru miklu fleiri en
flestir hafa hugmynd um. Og þær eru sorglega ungar margar
hverjar. Ófáar 16—18 ára. Alltof ungar til þess, að horft sé
UPP á það með köldu blóði, að þær séu látnar sökkva. En hvað
er unnt að gera? Það vita allir, að þær gengju ekki þessa götu,
ef foreldrarnir fengju bægt þeim frá henni, eða aðrir vinir
og vandamenn. Og lögreglan stöðvar þær ekki heldur. Hún
getur ekið þeim heim kvöld og kvöld, sett þær á „upptöku-
heimilið" í Elliðahvammi ef til vill nokkra daga, — sem kostar
°f fjár. 1 annað hús er ekki að venda. Það var um skeið, að
þrautalendingin var að senda þessar stúlkur í vist og gæzlu á
sveitaheimilum. Stundum varð það til bóta. En nú má kalla,
að allar bjargir séu bannaðar í þeim efnum. Sú breyting, sem
orðin er á sveitalífinu, útilokar að kalla þann kost að senda
þser þangað. Fámennið á heimilunum, skemmtanalífið í sveit-
inni, samgöngurnar við umheiminn og margt fleira bannar, að
stúlkurnar geti fengið æskilegt aðhald, bundizt nýjum lífsvenj-
Urn, orðið fyrir gagngerðri hugarfarsbreytingu. Enda krefst
það 2—3 ára dvalar. Hins vegar geta þær haft skaðleg áhrif
á börn og unglinga í sveitinni. Þetta eru staðreyndir, sem ekki
Þýðir að loka augunum fyrir.
Eina úrbótaleiðin, sem opin er og lítils háttar farin eins og
sakir standa, virðist mér vera sú, að senda umræddar stúlkur
a björgunarheimili erlendis. Ég fagna þeim tilraunum, sem
gerðar eru í þá átt, og eiga bæði þeir einstaklingar og þau
stjórnarvöld, sem að því standa, þakkir skildar. En að sveigt
er nú inn á þessa leið, og gripið til þeirra úrræða, sannar enn
hetur en áður, að það má ekki dragast lengur að koma upp
innlendri björgunarstöð á þessu sviði. Þetta fólk velkist í brim-
garðinum og er að taka út. Er lengur hægt að kippa sér ekkert