Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 22
116 KIRKJUKITIÐ hann fyrir 1561. — Séra Jón hefir átt Tjörn í Aðaldal, er síð- ar varð Hólastólsjörð, og gerði Ólafur nokkur sonur hans til- kall til jarðarinnar, en varð að sleppa af henni að líkindum til Hólastóls. 2. Séra Oddur Jónsson gamli hefir verið heimilisprestur hjá Vigfúsi sýslumanni Þorsteinssyni að Ási í Kelduhverfi um 1550 —1558. En í Nesi er hann um 1558—1564. Hélt þá Presthóla 1565—1592. Fékk þá aftur Nes 1601 og fær þá styrk af presta- tillagi. Hann mun koma eitthvað við þjóðsagnir; en um upp- runa hans né annað að honum lútandi mun nú ekki kunnugt. Næst skal þá talinn almerkasti klerkurinn, sem verið hefir í Nesi, en það er 3. Einar Sigurðsson síðast prófastur í Eydölum. Hann er talinn fæddur í Hrauni í Aðaldal 1538, en dáinn 15. júlí 1626. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson prestur á Stað í Kinn, en síðast í Grímsey, og Guðrún Finnbogadóttir ábóta að Munkaþverá, Einarssonar. Hann nam fyrst skólalærdóm hjá föður sínum, en síðar hjá séra Birni Gíslasyni, er þá hélt Möðruvallaklaustur. Tekinn var hann í Hólaskóla 1552, útskrif- aðist þaðan 1557 og vígðist sama ár aðstoðarprestur að Möðru- vallaklaustri. Fékk svo Mývatnsþing 1560 eða 1561, og mun þá hafa búið eitthvað á Helluvaði. En Nes fékk hann 1564. Var hann um þessar mundir mjög fátækur og fékk styrk af fé, er ætlað var til þurfandi presta. Prófastur var hann í Þing- eyjarþingi frá 1572. Sumarið 1589 kom Oddur sonur hans, er þá var orðinn biskup í Skálholti, norður að Nesi, á vísitazíu- ferð sinni til Austfjarða, og bauð biskup þá föður sínum til sín suður í Skálholt með allt sitt fólk, og tók séra Einar því með þökkum. Hafði hann þá verið prestur í Nesi í 25 ár. Fór svo séra Einar að norðan um haustið suður Vatnahjallaveg með alla fjölskyldu sína, og auk þess séra Sigurður sonur hans með konu sína, Ingunni Jónsdóttur frá Einarsstöðum, Orms- sonar, og eitt barn þeirra ungu hjóna. Var þessi flokkur 16 manns, og var litlu áður kominn í Skálholt en Oddur biskup kom heim úr kirkjuvitjunarferð sinni. Var svo allt þetta fólk í Skálholti um veturinn. Á næsta ári — 1590 — setti biskup föður sinn að Hvammi í Norðurárdal og fékk honum einnig prófastsdæmi í Þverárþingi vestan Hvítár. En á næsta hausti veitti biskup honum Eydali í Breiðdal, og sat hann þar til ævi-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.