Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 26
120 KIRKJURITIÐ stað og kirkju. Lágu á honum kærur fyrir niðurníðslu. Þá varð hann aðstoðarprestur séra Guðmundar Bjarnasonar í Nesi 1665 og fékk Nes til fulls 17. maí 1669. En þá var Einarsstaðasókn samtímis lögð til Helgastaða, sem fyrrum hafði verið. Enn þótti allt sækja í sama horf fyrir séra Gunnlaugi, og var hann loks dæmdur frá kallinu 18. maí 1675 á Flugumýrarprestastefnu, fyrir illa ábúð og meðferð á staðnum og innstæðu hans; en árinu fyrir var hann vikinn frá staðnum og setztur að í kirkju- koti frá Nesi, Jarlsstöðum. Eftir 1675 er ekkert um séra Gunn- laug vitað. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir frá Snartar- stöðum, Jónssonar. Sést í ritum, að sonur þeirra hafi heitið Jón, en um hann eða ætt frá séra Gunnlaugi er allt ókunnugt. 7. Magnús Benediktsson, f. um 1649 — d. 1713. Hann er prestur í Nesi við manntalið 1703. Foreldrar hans voru Bene- dikt bóndi á Finnsstöðum í Kinn, Magnússon prests og skálds í Laufási Ólafssonar — og kona Benedikts, Steinunn Pálsdóttir. Séra Magnús lærði í Hólaskóla og mun hafa útskrifazt þaðan 1672, því að 5. ágúst það ár fær hann prédikunarleyfi frá bisk- upi. Hann vígðist að Nesi 25. maí 1675 og hélt staðinn til ævi- loka 1713, eða 38 ár. Hann var framkvæmdamaður mikill, hélt vel við staðnum og endurbætti bæði bæ og kirkju; talinn góður læknir. Þess er getið í Jarðabók Á.M., að hann hafi aflað heyja í Húsabakka, er í eyði var á þeim árum. Ágreiningur og málaferli urðu á milli séra Magnúsar og séra Skúla á Grenjaðarstað um Hrúthólma og veiði í Laxá. Virðast báðir hafa haldið fast á sínu máli. En Halldór sýslumaður Ein- arsson studdi mál séra Magnúsar, og hefir munað um lið- veizlu hans, enda féllu hólmamir að lokum undir Nes (eða Jarlsstaði, sem þá voru eign staðarins). Kona séra Magnúsar var Bergljót frá Möðrufelli, Hallsdóttir harða lögsagnara, Bjarnasonar. Með þeim voru þrímennings- meinbugir, og varð séra Magnús að greiða 8 ríkisdali til Möðru- fellsspítala til að öðlast kvonfangið. Við manntalið 1703 er mad. Bergljót 66 ára, en séra Magnús 54 ára. Hafa þau þá 9 manns í heimili, að hjónunum meðtöldum: 2 vinnumenn, 2 vinnukon- ur, 2 dætur sínar upp komnar og 1 fósturdóttur. Um börn þessara prestshjóna er ekki getið önnur en þess- ar tvær dætur, er hétu Steinunn og Sigríður. En þær önduðust báðar í stórubólu 1707, ógiftar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.