Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 127 stilltastur. — Kona hans var Þórvör Sigfúsdóttir prófasts og skálds að Höfða Jónssonar, og voru meðal barna þeirra: 1. Sig- fús Schulesen sýslumaður í Þingeyjarsýslu, 2. Helga kona Krist- jáns Arngrímssonar og Benedikts Indriðasonar, bænda á Sig- ríðarstöðum, 3. Þórvör kona séra Magnúsar Jónssonar á Grenj- aðarstað, og 4. Soffía kona Sveins hreppstjóra Jónssonar á Fjalli og Garði. 18. Verriharöur Þorkelsson, f. 8. júlí 1785, d. 26. júní 1863 (1817—1826). Foreldrar: Séra Þorkell Guðnason að Stað í Hrútafirði og kona hans Guðbjörg Vernharðsdóttir prests í Otrardal, Guðmundssonar. Var fæddur í Otrardal. Tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra 1801 og síðan í Bessastaðaskóla. Varð stúdent 1808 með meðalvitnisburði. Bjó á hluta af Stað í Hrútafirði frá 1809, en fékk Nes 24. marz 1817 og vígðist 18. maí sama ár. Fékk Skinnastað 1825, en Hítarnes 1836 og Reykholt 1852. Lét þar af prestsskap 1862, en dvaldist þar til dauðadags. Hann var í hærra lagi á vöxt og þrekvaxinn, ljós- jarpur á hár og karlmannlegur, ekki fríður sýnum, skáldmælt- ur vel og lipur gáfumaður, góður prédikari og gat vel talað upp úr sér; mikill erfiðismaður og ósérhlífinn; hefir verið nokkuð drykkjugjarn, en hlaut þó vinsældir. Hann átti erfitt í Nesi og missti einn veturinn fé sitt allt ofan um ís á Laxá, er hann vildi reka það til beitar, en komst af sjálfur nauðulega. Séra Vernharður kvað sóknarvísur um allt kvenfólk í Nessókn, er hann var hér, en vinnumaður hans kvað um bændurna. Kona séra Vernharðs var Ragnheiður Einarsdóttir merkis- bónda í Svefneyjum, Sveinbjörnssonar. Meðal barna þeirra voru: 1. Þorkell í Víðikeri, faðir séra Jóhanns dómkirkjuprests °g Jóns á íshóli, 2. Ástríður kona Sigurðar í Möðrudal Jónsson- m', 3. Vernharður, er drukknaði á barnsaldri hér í bæjartjörn- inni í Nesi, og 4. Soffía, er átti Helga hreppstjóra Helgason í Vogi, en þau voru foreldrar Ragnheiðar í Knarrarnesi, móður frú Þórdísar á Húsavík og Bjarna Ásgeirssonar sendiherra. 19. Ingjaldur Jónsson, f. 15. apríl 1788, d. 17. júlí 1844 (1827 1831). Foreldrar: Séra Jón Þorvarðsson á Breiðabólsstað í Vesturhópi og kona hans Helga Jónsdóttir frá Reykjahlíð, Einarssonar. Fæddur í Múla í Aðaldal og bar nafn séra Ingj- alds þar, ömmubróður síns. Lærði fyrst hjá föður sínum. Tek- inn í Hólaskóla 1801, en er skólinn var lagður niður, fór hann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.