Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 28
122
KIRKJURITIÐ
skóla 1685 og útskrifaður þaðan 1691. Varð þá djákn að Munka-
þverá 1692. Var einn vetur utanlands (1693—4) með Birni
sýslumanni Magnússyni á Munkaþverá. Vígðist prestur að
Stærra-Árskógi haustið 1696, og gerðist það suður í Odda. Fékk
Grímsey 1711, en flýði þaðan í land 1718. Fékk Nes það ár og
var þar til 1736, eða 18 ár. Þá skildi hann þar við kallið í leyf-
isleysi og fluttist vestur að Finnbogastöðum í Trékyllisvík að
áeggjan Latínu-Bjarna, tengdasonar síns. Síðast var hann að
Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi og andaðist þar. Mun hafa
verið lítill búhöldur. En Daði fróði segir um hann: „Hann var
einhver bezti smiður, skáld gott og mikill bjargvættur margra
með sínum læknisdómum og hollum ráðum, góður blóðtöku-
maður, trúlyndur og vinfastur, rýndur vel og haldinn fjölkunn-
ugur af sumum. Vel kænn í tímatali og hefir samið rím eitt
lítið eftir nýja stýl.“ Það rím er enn til á Lbs.
Séra Þórarinn var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Helga
Ólafsdóttir, og voru þau barnlaus, enda dó hún 18 vikum eftir
giftingu þeirra. Önnur konan var Helga Skúladóttir frá Urðum,
Illugasonar, og áttu þau 2 dætur, er upp komust. En madama
Helga dó í Stórubólu. 3. konan var Ragnhildsr Illugadóttir,
prests í Grímsey, Jónssonar, og áttu þau a. m. k. 5 börn. Meðal
þeirra voru séra Jón Þórarinsson í Mývatnsþingum (Vogum),
faðir séra Þórarins skálds í Múla og Benedikts Gröndals yfir-
dómara og skálds. Er því öll Gröndalsættin komin af séra Þór-
arni og ýmislegt fólk annað um allt land.
10. Eiríkur Þórðarson frœkni, f. um 1714, d. 20. júní 1750,
(1736—1750). Foreldrar séra Þórður Þórðarson í Hvammi í
Hvammssveit og kona hans Þorbjörg Eiríksdóttir prests á Lundi,
Eyjólfssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1728 og var þar 3 vetur,
en var ekki í mikilli náð hjá Jóni biskupi Árnasyni. Var þá
Eiríki komið í Hólaskóla, og varð hann stúdent þaðan 1734,
en ekki vildi Jón biskup Árnason veita honum predikunarleyfi
í sínu biskupsdæmi. Steini biskupi á Hólum var aftur á móti
vel til hans, og vígði hann að Nesi 2. sept. 1736. Fluttist hann
þegar norður einn síns liðs og tók sér vetursetu á Sandi, hjá
Þórði bónda Guðlaugssyni, afa Þórðar sýslumanns Björnssonar,
því að staðarhúsin í Nesi munu þá eigi hafa verið vistleg eftir
viðskilnað séra Þórarins. Sótti hann svo konu sína vorið eftir
vestur að Hólum, en hún var fósturdóttir Steins biskups. Séra