Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 35
KIRKJURITIB 129 Gíslasonar og Eiríks Jónssonar, Rannsókn gildandi laga um heytoll og ljóstoll, Ágrip af sögu íslands og ýmislegt fleira. Hann orti og talsvert, sem til er í handritum. Prentuð er eftir hann Aldarskrá á Akureyri 1856. Hann var nafnkunnur fyrir léttleika, mikill göngumaður og frægur að stökkfimi. Séra Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gunnhildur Teitsdóttir vefara í Reykjavík, Sveinssonar, og dó hún hér í Nesi vorið 1845. — Seinni kona hans var Sigríður Þorbergs- dóttir, ekkja séra Eiriks Þorleifssonar á Stað í Kinn. Hún dó háöldruð i Húsavík 1898. Bæði hjónabönd séra Jóns voru barn- laus, og átti hann enga afkomendur. 21. Guömundur Bjarnason, f. 31. maí 1816, d. 2. janúar 1884 (1847—1852). Fæddur á Kópsvatni í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Bjarni Símonarson, síðar bóndi í Laugardælum og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir prests að Hrepphólum, Magn- ússonar. Lærði fyrst hjá séra Tómasi Sæmundssyni á Breiða- bólsstað. Var tekinn í Bessastaðaskóla (með aldursleyfi) 1839. Varð stúdent þaðan 1844. Fór þá fyrst heim til föður síns, en dvaldist síðan í Kálfhaga hjá séra Guðmundi Torfasyni. Kenndi börnum í Reykjavík veturinn 1846—47. Fékk veitingu fyrir Nesi 25. maí 1847 og vígðist þangað 13. júní sama ár. Á árum sínum í Nesi aðstoðaði hann séra Jón gamla Jónsson á Grenj- aðarstað í elli hans, einkum við að þjóna Þverá í Laxárdal. Dvaldist því oft á Grenjaðarstað á þeim árum. Þá var þar að vistum þjónustustúlka, Sigríður Jónsdóttir frá Vogum við Mý- vatn, föðursystir Árna á Þverá í Reykjahverfi og þeirra syst- hona. Giftist Sigríður inn á Akureyri, Sveini amtskrifara Þór- arinssyni. Bar þá svo til vorið 1852, skömmu eftir komu Sig- ríðar til Sveins, að hún fæddi meybarn á Akureyri og lýsti séra Guðmund í Nesi föður að barninu. Var þá séra Guðmundur boðaður inn eftir, og kom hann brátt til Akureyrar. Gekkst hann undir faðerni barnsins og hafði það með sér eða ráðstaf- aði því norður að Nesi. Missti hann því kjól og kall á þessu ári, en bjó þó enn 2 ár í Nesi, prestlaus. Fékk þó uppreisn árið eftir og veitingu fyrir Kaldaðarnesi 1855, eftir að hafa verið Þar aðstoðarprestur um hríð. 1858 fékk hann svo Mela í Mela- sveit, en síðan Borg á Mýrum 1875 og hélt þann stað til ævi- loka. Séra Guðmundur var lipurmenni mikið, sjálegur og vel á sig 9

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.