Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 119 hverfi, 2. Jón siðamaður, prestur að Hvammi í Laxárdal, 3. Magnús í Rauðaskriðu, sem býr á Núpum við manntalið 1703, 16 ára, 4. Arnbjörg, sem ókunnugt er um. Af séra Þórði er komin allmikil ætt, og er t. d. Sigurður Geir- finnsson hreppstjóri á Landamóti 8. maður frá honum í beinan karllegg. 5. Guömundur Bjarnason (fyrri) dáinn 1668 (1660—1668). Hann var sonur Bjarna prests Gamalíelssonar á Grenjaðarstað, er bræðrungur var við Guðbrand biskup, og konu hans Þuríðar Guðmundsdóttur. Séra Guðmundur varð fyrst aðstoðarprestur í Múla (um 1615), en síðan aðstoðarprestur föður síns á Grenj- aðarstað 1624 og hlaut þá Þverársókn í Laxárdal sér til upp- eldis. Tók svo við Grenjaðarstað að fullu 1636. Séra Guðmundur aiun ekki hafa verið mikill fésýslu- eða ráðdeildarmaður. Þótti hann níða Grenjaðarstað niður, og kom svo, að konungsbréf kom út um það efni. Segir konungur (Friðrik III) þar, að fyrir sig hafi komið, að séra Guðmundur níði niður Grenjaðarstað °S fækki kúgildum hans. Skipar konungur biskupi að láta gera rannsak hér um. 7. maí 1659 er Grenjaðarstaður uppskrifaður af Gísla biskup Þorlákssyni og öðrum fleiri yfirmönnum, og undirskrifar séra Guðmundur þá uppskrift. 27. júní 1660 gaf hann upp Grenjaðarstað við Skúla Þorláksson, þá rektor á Hól- um, en fékk þá samtímis Nes við fráfall séra Þórðar Ólafs- sonar, og var þar til dauðadags, eða 8 ár. Fyrri kona séra Guðmundar var Kristín Ólafsdóttir, prófasts 1 Kirkjubæ, sonardóttir séra Einars Sigurðssonar, og urðu þau barnlaus. En seinni kona séra Guðmundar hét einnig Kristín, Arnadóttir lögsagnara á Grýtubakka Magnússonar. Áttu þau börn nokkur, er upp komust, og voru meðal þeirra: Þorsteinn bóndi á Granastöðum (1703), Páll á Reykjum í Reykjahverfi, °S Þuríður kona Jóns Illugasonar í Skógum á Þelamörk, er kall- aður var ,,lærði“ og kenndur við fjölkynngi; en hann var bróð- ir Helga Illugasonar á Fjalli, forföður Sílalækjarættar. Mun enn- mega rekja ættir frá afkomendum séra Guðmundar, °S yrði það mikill ættbálkur. 6. Gunnlaugur Jónsson (1669—1675). Foreldrar hans voru . séra Jón Þorvaldsson á Skinnastöðum og seinni kona hans Kristín Grímsdóttir. — Séra Gunnluagur er orðinn prestur á Stað í Kinn 11. febr. 1656, en fór þaðan 1665 og skildi illa við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.