Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 101
ingar um það, hvemig því lífi er hagað. Og hann getur gefið
skýringar á samhenginu milli þess lífs og jarðlífsins."
Það er alkunnugt af ritum Þórbergs Þórðarsonar, að honum
hefir löngum verið í nöp við kirkjuna, án þess að ég minnist
að hafa séð hann gera grein fyrir því, hvernig á því standi.
Tónninn bendir til einhverra persónulegra sárinda eða von-
svika. Ég veit ekkert um það. Hitt veit ég, að það er einn rit-
höfundarkostur hans að taka munninn fullan um það, sem
honum þóknast að lofa eða lasta. Og hann hefir heldur aldrei
dregið dul á, að hann telur sig einn af stærri spámönnunum,
— en ekki meðal hinna smærri. Samt dettur mér ekki í hug að
dæma þessi ofangreindu ummæli hans „freyðandi kjaftæði“,
svo að ég noti hans eigin orð. Það er sjálfsagt, að menn taki
þau til vandlegrar íhugunar og hallist síðan hér sem endra-
nær að því, sem þeir telja réttast.
Mér finnst, að þetta séu svo mikil orð, að það þurfi ofur-
menni til að standa við þau. Höfundur telur sig hafinn yfir öll
trúarbrögð og þá að sjálfsögðu alla trúarbragðahöfunda, hvort
heldur er Krist eða Búddha, svo að einhverjir séu tilnefndir.
Þau „binda menn í dogmur og færa í fjötra“, hann Þ. Þ. kann
hins vegar að leysa hnútana með því „að skilja sjálfan sig og
hfið til hlítar“ hjálparlaust af sjálfum sér, að því er bezt verð-
ur séð. Þá mun margur ætla hann ofvita, — og vera má líka,
að svo sé. En hitt er galli, að Þórbergur virðist alls ekki vera
hlutlaus í garð kirkjunnar, eins og ég vék áður að. Og hlut-
drægir dómar eru jafnan varhugaverðir, — löngum léttvægir.
Og hvaða rök færir hann fyrir því, er hann segir, að það sé
,,hafið yfir allar efasemdir, að hún (þ. e. kirkjan) hefir unnið
meira skemmdarverk á sálum manna en nokkur önnur stofnun
í heiminunT'. Ég sé hvergi röksemdirnar, og virðist samt ærin
ástæða til að negla þetta betur, svo að það haldi. Við skulum
aðeins líta til okkar eigin sögu. Það er staðreynd, sem enginn
heilvita maður getur neitað, að næstum frá öndverðu hefir
kirkjan mótað meira íslenzka menningu og eflt betur andleg af-
rek hérlendis en nokkurt annað andlegt áhrifavald. Æðri sem
]ægri menningarmál voru lengst af í höndum kirkjunnar. Sagn-
ritun vor á að miklu leyti rætur til hennar að rekja, svo að ekki
sé meira sagt. Er allt, sem þessu tilheyrir og annað gott, sem
kirkjan hefir stuðlað að: áhrif hennar í líknarmálum, hlutur