Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 42
136 KIRKJURITIÐ Alltaf er verið að reyna nýjar aðferðir við boðun orðsins. Söfnuður einn í Vestur-Þýzkalandi lætur taka allar messurn- ar upp á segulband. Síðan fara sjálfboðaliðar með bandið heim til gamalmenna og sjúklinga, sem ekki hafa getað kom- izt í kirkju. # Þegar Verkamannaflokk'urinn brezki hélt flokksþing sitt í sumar, gekk allur þingheimur til kirkju og hlýddi messu hjá erkibiskupnum af York. — Hugh Gaitskell las sjálfur guð- spjallið. * Er fríkirkjunni að vaxa fylgi hér á landi? Því er máske erfitt að svara. Að vísu fækkar ekki hinurn skráðu meðlim- um þjóðkirkjunnar. En hinir starfandi þátttakendur í kirkju- lífinu eru svo undurfáir, að það er engin furða, þótt menn hugsi til einhverra breytinga, sem mættu verða til bóta. — „Spurning dagsins" i Morgunbl. 9. nóv. er um aðskilnað ríkis og kirkju. Svörin eru að vonum ekki samhljóða. Einn telur, að kirkjan eigi að vera í sem nánustum tengslum við ríkið, en annar segir, að safnaðarvitundin sé að sofna vegna áreynsluleysis, sem fylgir því að kúra í faðmi ríkisvaldsins. I einu svarinu er sagt, að reynslan af fríkirkjunni hér á landi sýni ekki neina yfirburði hennar yfir þjóðkirkjuskipulagið, en aðrir telja í svörum sínum, að með skilnaði ríkis og kirkju mundi trúaráhugi landsmanna vakna á ný, og að skilnaður- inn yrði til þess að auðga og efla trúrækni og kirkjulífið í landinu. Hvorir liafa meira til síns máls? — tJr því getur reynslan ein skorið. # Þann 30. okt. s. 1. var City Temple í London endurvígð, eftir að hún hefir verið byggð á ný, en kirkjan var næstum lögð i rústir í loftárásunum í síðasta striði. Aðalhlutar hinnar nýju kirkju eru þessir: Aðalkirkjan með 1340 sætum, sam- komusalur með 756 sætum og álma með skrifstofum, funda-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.