Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 117 loka við góðan orðstír, og prófastur í Múlaþingi 1591—1609, en jafnframt officialis í Austfjörðum. Hélt hann og Bjarnarnes- umboð og reyndist við þá sýslan hinn röggsamasti, enda var hann hraustmenni, léttur í lund og manna góðgjamastur. Séra Einar var skáld mikið — höfuðskáld sinnar tíðar hér á landi — og telur dr. Páll Eggert Ólason, að meira liggi eftir hann í kveðskap, prentuðum og óprentuðum, en nokkurn ís- lending annan allt til þessa dags. Svo kynsæll hefir séra Einar orðið, að fróðir menn líta svo á, að leitun muni nú orðið á þeim íslendingi, er ekki sé af honum kominn, ef unnt væri að rekja. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét Helgadóttir, Eyjólfssonar, dáin hér í Nesi 1567, 44 ára að aldri. Höfðu þau átt saman 8 böm, en aðeins 3 þeirra komust til aldurs og mannvirðinga, og var Oddur biskup eitt þeirra. — Önnur kona séra Einars (1569) var Ólöf Þórarinsdóttir frá Marðarnúpi í Vatnsdal, Gíslasonar. Er talið, að Einarsstaðahjón þáverandi, sóknarbörn séra Ein- ers, Jón Ormsson og Þómnn Gísladóttir, hafi stutt hann kröft- uglega til þessa kvonfangs, en Ólöf var bróðurdóttir Þórunnar húsfreyju. Með Ólöfu Þórarinsdóttur átti séra Einar 10 börn. Komust 9 þeirra til fullorðinsára, en af þeim voru 4 prestar °g 3 prestskonur. En þau tvö alsystkini Odds biskups, sem upp komust og áður var getið, var annað prestur, en hitt prest- kona. Enda hafði svo skipazt árið 1694, að á lífi voru 36 prest- ar af honum komnir. En þegar við andlát hans vom börn hans °g niðjar orðin 90 að tölu. í ævikvæði sínu segir séra Einar meðal annars, er hann minn- ist á ætt sína: „Um ætt Finnboga / einn karl spáði, að frábæra mundi / fátækt líða, unz eik sú hin gamla Einars félli, en í fjórða lið öll við réttast." hótti sú spá hafa rætzt. Daði Níelsson fróði tilfærir svofellda lýsingu af síðustu ævi- stundum séra Einars: „Hann var jafnan heilsugóður, og þó hann tæki sér kapellán á sínum seinustu árum, messaði hann síðasta sunnudag, sem hann lifði, þótt blindur væri, og sakramentaði son sinn, séra Höskuld, og margt fólk annað; gerði ráð fyrir burtför sinni,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.