Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.03.1959, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 121 Þess má geta, að Torfi fræðimaður í Klúkum og önnur heim- ild til segja, að með dætrum séra Magnúsar væri grafinn kist- iU, fullur af kvensilfri. Þrem árum eftir stórubólu (1710) fengu þau hjónin konungsleyfi til að arfleiða hvort annað. 8. Jón Jónsson, f. um 1656, d. 1744 (1714—1719). Hann er auknefndur í fræðiritum ýmist séra Jón „prestlausi“, séra Jón >.grái“ eða séra Jón „brúnklukka", enda var hann ekki við eina fjöl felldur. Hann var af Illugaætt, sonur Jóns Hólaráðsmanns á Urðum, Illugasonar og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur prests að Felli í Sléttuhlíð, Erlendssonar. Hann varð fyrst prest- Ur að Hvanneyri í Siglufirði um 1682, fékk Undirfell 1685, en Tjörn á Vatnsnesi 1690. Missti þar prestsskap 1708 fyrir barn- eignarbrot (en kona hans var þá frá honum farin fyrir 5 ár- urn). Fékk uppreisn 12. apríl 1710 og veitingu fyrir Nesi 1714, en hélzt hér ekki við nema til 1719. Fékk Vesturhópshóla 1720, en flosnaði upp þaðan um 1725. Var settur til að þjóna Garps- dal 1729 og síðan veitingu fyrir því kalli 1730. Þar sagði hann af sér vegna sjóndepru og heilsuleysis og fór síðan um manna 1 milli með síðari konu sinni. Séra Benedikt í Bjarnanesi, bróð- ir hans, gaf honum 1741 5 hndr. í jörðu og 4 hndr. í lausafé. Séra Jón var talinn vel gefinn, en óhlutvandur og siðlítill í orðum. Hagmæltur var hann, og er sitt hvað eftir hann í hand- ritasafni Landsbókasafnsins. Fyrri kona hans var Þórey Bjarna- dóttir prests á Þönglabakka, Jónssonar, ekkja séra Björns Jóns- sonar á Hvanneyri. Dóttir þeirra var Margrét, síðasta kona Steindórs sýslumanns Helgasonar í Hnappadalssýslu. — Siðari kona séra Jóns hét Ólöf, og áttu þau 1 dóttur. Mest spannst úr laundóttur hans, er hét Guðrún. Hún átti Jón Björnsson í Vík á Vatnsnesi, og þóttu þau merkishjón. Af þeim er komin öll Bólstaðarhlíðarætt, sem útbreidd er orðin fyrir löngu um allt land. Séra Jón mun hafa verið auknefndur „grámúkur“ hér í sókn, Því að uppi hefir verið munnmælasaga hér um hann undir því nafni, um eltingaleik hans við strák nokkurn hér í hólunum út ^f hangikjöti. 9- Þórarinn Jónsson, f. um 1671, d. 13. janúar 1751 (1718 ■7-1736). Foreldrar hans voru séra Jón Guðmundsson í Stærra- Arskógi, skáld og listamaður sinnar tíðar, og kona hans Ingi- björg Þórarinsdóttir prests að Bægisá, Ólafssonar. Kom í Hóla-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.