Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 4

Kirkjuritið - 01.03.1959, Side 4
98 KIRKJURITIÐ og marklaus orð, þá vil ég benda á þá staðreynd, sem heimildirnar um upprisu Krists gefa oss. Tvenns konar sannanir liggja til grundvallar þeim boð- skap, sem kirkjan flytur um upprisuna. I fyrsta lagi, að sjónarvottarnir báru vitni. Lærisveinarnir sáu Krist upp- risinn. Þeir töluðu við hann, þeir þreifuðu á líkama hans. Hinn efagjarni læknaðist. Konurnar fundu tóma gröf, og engill flutti þeim fregnina. María Magdalena sá Krist. Hann birtist meira en fimm hundruð bræðrum í einu. Páll getur þess í fyrra Korintubréfi. Þegar hann skrifar það, bætir hann við, að flestir af þeim séu enn á lífi, Með sannfæringuna í hjarta ganga postularnir fram og boða nafn Jesú. Með hverju undirstrikuðu þeir kenningu sina? Því, sem stendur í Postulasögunni 5, 32: ,,Og vér erum vottar að þessum atburðum . . .“ Sú setning er hinn rauði þráður í sögu frumkirkjunnar. Upprisa Jesú var kjarninn í boðskapnum. Allt byggðist á tilveru hans og nærveru. Vér rengjum ekki sjónarvotta. Þegar mönnum ber saman um það, sem þeir sjá og heyra, verður vitnis- burður þeirra ekki vefengdur. Söguheimildirnar sanna upprisu Jesú. En það gerir einnig sjálf tilvera kirkjunnar í dag, vöxt- ur hennar frá postulatölunni og í þær 800 milljónir manna, sem bera kristið nafn í dag. Hvernig gátu postularnir og frumherjarnir gengið út í dauðann með sigursöng í hjarta fyrir trú sína á hinn upprisna Frelsara, ef sú trú hefði ekki átt við rök að styðjast. Slík framkoma hefði verið óhugsanleg. „Þeir fóru nú burt ... glaðir yfir því, að þeir höfðu verið virt- ir þess að líða háðung vegna nafnsins“ (Post. 5,41). Af hverju? Vegna þess, að þeir voru sannfærðir um sann- leiksgildi frásögunnar um Jesú. Kristur sagði: Ég lifi, og þér munuð lifa. Það er boð- skapur páskanna til vor. Hin fyrsta upprisuhátíð boðaði þennan sannleika, og hin sömu sannindi fylgja þessari páskahátíð árið 1959. Vér, dauðlegir menn, erum blind-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.