Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 9

Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 9
KIRKJURITIÐ 151 ber hún líf, en hún brennir einnig. Veikbyggðan líkama, sem ógætilega stillir sér út undir geisla hennar, getur hún deytt. Mannlegt auga er of veikbyggt til að horfa á sólina; þannig er Guð íklæddur ægilegri hátign (Job. 37, 20). Réttlæti hans sést sem eyðandi eldur. I eftirfarandi tilvitnunum eru orðin Ijós, dýrö og eldur not- í bókstaflegri merkingu, en þau túlka andlegan raunveru- leika. Regnboginn er þannig gefinn sem táikn sáttmála Guös við mannkyniö (1. Mós. 9,13). Sams konar merkingu hefur reyrkrið, sem aðeins hlífir Hebreum (2. Mós. 10, 21-33) og ský- ið, sem er myrkt öðrum megin, en bjart hinum megin, sem skilur ísrael frá fjandmönnum sínum (2. Mós. 14, 20), eldstólp- rnn, sem Guð handleiðir lýð sinn með (13,21), hinn brenn- andi runni, sem ekki brennur (2. Mós. 3,4). Dýrð Drottins skein á fæðingarnóttu Frelsarans (Lúk. 2, 9) og stjarna leiddi hina vitru menn til hins nýfædda barns (Matt. 2, 2 og v. 9 °S 10). Ummyndunin á Taborfjalli boðar fyrirfram dýrð pásk- anna, eins og páskarnir boða fyrirfram hinn eilífa dag Guðs ^orgar. Leiftrandi ljós hylur Guð (2. Mós. 40,34-35; 2. Kon. 8>11), enginn maður fær þolað það, það fellir spámanninn losaja til jarðar og á sama hátt Sál frá Tarsus og Sjáandann a Patmos. Guð býr í Ijósi, sem enginn fær til komizt, sem eng- inn maður litið hefur né litið getur (I. Tim. 6, 16-18) (4). Koma Guðs sonar í holdi varð að eiga sér stað, til þess að þetta ijós mætti upplýsa heiminn án þess að eyða honum og til þess a<5 skoðun Ijóssins mætti verða full náðar og fagnaðar. 3. Baráttan milli ljóss og myrkurs í Sálmunum. Guð er uppspretta alls lífs og alls ljóss. Þegar sálmaskáldið segir: I þinu Ijósi sjáum vér Ijós (Sálm 36,10), þá á hann bæði við hið eðlislæga ljós og Ijós sálarinnar. Guðs ljós er gleði, það er sannleikur, það er hjálpræði. Guð upplýsir hinn trúaða og leiðir hann með orði sínu: Þitt orð er lampi fóta minna og Ijós u vegum mínum (Sálm. 105. v. í s. 119). Þetta er það ljós, sem hann er að biðja um að lýsi honum á hinum dimmu tímum (Sálm. 43, 3), það sveipar burt öllu myrkri, því myrkri, sem Gnð sér í gegn um og þar sem enginn getur falið sig fyrir aug- (iti hans. Jafnvel myrkrið er ekki myrkt hjá þér (Sálm. 139).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.