Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 10

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 10
152 IURKJURITIÐ í merkilegri inngangsfræði að Sálmunum, dregur kunnur guðfræðingur athygli vora að því, að þeir fjalla um eitt mikil- fenglegt efni: Baráttuna milli ljóss og myrkurs, einvígið milli hins sáklausa og hins óguðlega (eða forherta), af því að þar eru aðeins tveir vegir: „Vegur myrkursins og vegur Ijóssins skipta á milli sín hinum almenna raunveruleika" (5). í þess- ari baráttu, sem engan enda mun taka fyrr en á Messíasar- öldinni, kemur höfðingi myrkursins fram undir hundrað nöfn- um og með hundrað ásjónum. Hans uppáhalds dvalarstaður er myrkrið, I hatri sínu á hinum saklausa er hinn óguðlegi, niður sokkinn í angist sína og takmörkun, stöðugt að óska þess, að hann geti framið morð, sem er þó um allar aldir ómögulegt, það er að deyða sjálfan Guð. Hinn óguðlegi er morð, fals, drambsemi og slægð, en að síðustu er hann blekking og einskis megnugur. Nótt Sheols — undirheimanna — svelgir hann. Hinn „réttláti maður“ snýr sér að ljósinu eins og hinn óguð- legi snýr sér að nóttunni; hér er ekki um að ræða siðgæðileg- an alfullkomleika, heldur grundvallandi afstöðu. Hinn rétláti á sér einnig ,,nótt“; hann verður að þola árásir hins ytra og innra myrkurs, nótt efans, angistarinnar, hreinsananótt þreng- inganna — en jafnvel á hinu dimmasta augnabliki þrenging- anna vonar hann og bíður dagrenningar. Frá botni undirdjúp- anna stígur bæn hans upp og trú hans bíður frelsunar frá Guði einum (sjá Sálm. 106 og 69 og Sálm. 22). Baráttan milli hins Réttláta og hins Óguðlega er sjáanleg í formi félagsheildarinnar af návist ísraels meðal þjóðanna (þ. e. hinna heiðnu). Fyrirfram boðar hún hinn endanlega dóm og frelsun, þegar hin ljómandi ásjóna Messíasar mun lýsa yfir heiminn (Sálm. 2 og 132). 4. Ljós og myrkur í Jobs liók. Hið mikla efni um ljós og myrkur mótar alla Jobsbók. Þar finnum vér hinar sígildu andstæður: Hamingju og óhamingju, ljós og myrkur. Hinn spillti maðr er dæmdur til myrkurs á mjög bókstaflegan hátt (Job. 18, 5-6). Job er réttlátur maður, er berst gegn því myrkri, sem Guð hefur steypt honum út í- Hann hefur misst ljós og fögnuð hinna lifandi manna, en meira en allur mannlegur missir er að — hann hefur misst Guð og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.