Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 15
KIRKJURITIÐ 157 ar hina trúuðu í Kristi. Hinzti tilgangur hans er afturhvarí heimsins. Að fram ganga í ljósinu er að lifa samfélagið við Föð- urinn og bræðurna. Og fyrir utan það, þá er aðeins myrkur. Hver sem trú vor er, þá er þetta svo (I. Jóh. 1,1-7, sbr. 44,12 '16 og v. 20-21). Sérhvert verk Jesú Krists á ævi hinnar jarðnesku þjónustu hans er tákn um það ljós, sem komið er inn í heiminn, en þetta takn verður enn ekki höndlað í dýpstu merkingu þess, nema af þeim einum, sem trúaðir eru (Jóh. 2,11-14 til 11, 40). Þetta er sér í lagi meining lækningar blinda mannsins; þessi líkam- ^ega lækning mun opna leiðina til lífsins í Guði (9,1-12 og v. 35-38). b) Ljósiö sem „dómur“. I Jóhannesar guðspjalli er dómurinn ekki refsing, sem Guð a einn eða annan hátt sendir að utan, heldur sá dómur, sem ^naðurinn kveður upp yfir sjálfum sér meö því aö vísa Ijósinu a ^ug. Vilji Guðs, sem opinberast í Jesú Kristi, er vilji til að frelsa (Jóh. 3,17 og 12,47). Eiginleiki ljóssins er að opinbera Þnð, sem hulið var. Dómurinn er fólginn í því, að ljósið er homið í heiminn, en mennirnir elskuðu myrkrið fremur en ljós- lð, af því að verk þeirra voru vond (Jóh. 3,19, sbr. Hebr. 4, 12-13, um orðið, sem opinberar það, sem hulið hefur verið. har sem Kristur er orðinn hold, sviptir hann burt öllum grím- um). Meðal þeirra, sem vísa ljósinu á bug, eru nokkrir, sem frá barnæsku hafa þegið næringu orðsins, en viðurkenna það ekki, t*egar það kemur til þeirra. Þá er það ekki Jesús, sem dæmir Þá, heldur Ritningin sjálf (sbr. Jóh. 3,41-47 og 8,30-47 og 9,13-34). Synd þeirra er að segja „vér sjáum“, þegar hjarta þeirra er forhert. Þeir hafa tekið myrkrið fram yfir ljósið. heir flýja ekki aðeins ljósið, sem opinberar þeim, hvernig þeir sjalfir eru og kynnir þá öðrum, heldur fela þeir ljósið fyrir öðrum mönnum (Mt. 23,13). Þetta átti við um Gyðingana; þetta á einnig við alla kristna menn, sem eru kristnir aðeins aö nafninu til, sem aldrei hafa fæðzt inn í það líf Guðs, sem er hærleikur (I. Jóh. 4, 7-11). Ég verð að vinna verk hans, er sendi mig, meðan dagur er; nótt kemur, þegar enginn getur unnið (Jóh. 9,4). Dagar Sonarins á jörðunni eru taldir, þannig eru

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.