Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 16
158
KIRKJURITIÐ
einnig dagar heimsins taldir. Köllun Guðs snýst ávallt um dag-
inn í dag, hún bíður ekki framlengingar til morguns (sbr. Hebr.
3,1-12, Jóh. 12, 35).
Þetta felur vissulega í sér tvenns konar stefnumörkun: Að
fram ganga í ljósinu er að hafa augun á Kristi, að fylgja hon-
um, að láta hann fullkomna verk sitt í oss — þetta er að verða
„ljóssins barn“. Að taka myrkrið fram yfir hann, er að hafna
náð hans, að hafna samfélagi við Guð og bræðurna, að stíga
niður í einmanaleika og nótt.
c) Úrslitabaráttan (Jóh. 12, 31-33 og 17,1-5).
Myrkrið, sem hylur jörðina meðan Jesús þjáist á krossinum
(Mark. 15, 33, sbr. Matt. 27, 45), er tákn um hinn skammvinna
sigur myrkrahöfðingjans. Það er líka stund úrslitabaráttunnar
milli Ijóss og myrkurs. Á þeirri stundu er það opinberað, hvern-
ig kærleikurinn er sterkari en hatrið, trúin sterkari en afneit-
unin. Nóttin í Getsemane og Golgata fer á undan hinu ljóm-
andi ljósi Páskanna. Hliðstæðu hins jarðneska dóms, þegar
Jesús var fyrirdæmdur, sér Jóhannes í öðrum dómi, er fer
fram í hinum himneska heimi, þar sem Faðirinn „réttlætir11
Soninn og þar sem Satan, hinum mikla ákæranda mannanna,
er dæmdur dómur og honum er snarað út (Jóh. 12, 31 og 16,11).
Héðan í frá höfum vér ,,talsmann“ hjá Föðurnum, hversu harð-
lega svo sem Myrkrahöfðinginn kann að ganga fram í æði sínu
á jörðunni. Því hann — Jesús Kristur sjálfur — er friðþæging
fyrir syndir vorar og ekki aðeins fyrir vorar syndir, heldur og
fyrir syndir alls heimsins (I. Jóh. 2,1-2).
3. Ríki Ijóssins (Op. 21, 22—26).
Hinir heilögu eru kallaðir til að sjá þessa dýrð, sem Kristur
hefur komið í og þeir hafa þegar hina fyrstu ávexti: Hið sanna
ljós skín þegar (Jóh. 2, 8), en það mun aðeins verða fullkom-
lega opinberað heiminum við komu Drottins, það er við end-
urkomu hans. Þá mun sérhvert auga sjá hann, einnig þeir, sem
stungu hann ((Op. 1,7). Dýrð hinnar nýju Jerúsalem er Guðs
eigin dýrð. ... Dýrð Guðs er ljós hennar og lampi hennar er
Lambið. Þar mnu engin nótt vera. Endurleysandi kærleikur