Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 24
Eilífðartrúin
„Júppiter hlœr“.
Fyrir fám árum var fluttur í íslenzka ríkisútvarpinu leikurinn
„Júppiter hlær“ eftir enska skáldið Cronin, sem íslendingum er
nú orðinn allvel kunnur af skáldsögunum Lyklar himnaríkis
og Borgarvirki, er báðar hafa komið út í íslenzkri þýðingu.
1 þessu leikriti er sagt frá ungum lækni, sem er hreinn efn-
ishyggjumaður og lítur á trúarbrögð sem blekkingu og hé-
góma, er hann hæðist að og telur að engu hafandi.
Samt sem áður vinnur þessi ungi maður svo að segja dag og
nótt að alls konar vísindastörfum og uppgötvunum, er hann
hyggur að verða megi mannkyninu til blessunar, og ann sér
varla svefns eða matar vegna áhugans fyrir því að finna upp
margs konar meðöl, sem læknað geti mein mannanna og linað
þrautir þeirra.
Án efa er þessi læknir ágætur og göfugur maður. En hann
er með sama marki brenndur og fjöldi nútímamanna. Hvorki
hefur hann komizt verulega í kynni við trúarbrögðin né skilið
innsta kjarna þeirra. Segja má jafnframt, að hann hafi aldrei
orðið fyrir þeirri reynslu, sem knúði hann til að standa and-
spænis spurningunni miklu, sem einhvern tíma knýr að dyr-
um hjá öllum, spurningu, sem vísindamönnum ætti þó sízt af
öllu að vera framandi: Gátan um eðli lífsins, uppruna þess og
örlög.
Ástin kemur til sögunnar.
Svo gerist það einn góðan veðurdag, að nýr aðstoðarlæknir
kemur að taugalækningastofnun þeirri, sem læknirinn vinnur
við. Þetta er ung og Ijómandi falleg stúlka, dóttir trúboða nokk-
urs í Kína. Og þangað austur ætlar hún sér að fara eftir nokkra
mánuði til að fórna lífi sínu við að líkna sjúkum og þjáðum
í þessari fjarlægu heimsálfu.
Vísindamanninum finnst þetta ákaflega hlægileg hugmynd,
er hann heyrir hana segja frá þessu, og dregur hana sundur
og saman í logandi háði. Þó fer svo, áður en langt um líður,
að þau fá svo mikla ást hvort á öðru, að þau geta ekki hugsað
sér að skilja. En með því að hann er ófáanlegur til að fylgJa