Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 29

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 29
KIRKJURITIÐ 171 störf sín í þeirri trú, að heimurinn lúti lögmálum, sem eru skynsamleg, og aðeins fyrir þá trú hefur þekkingu á alheim- inum miðað áfram. Stjörnufræðingurinn Leverrier veitti því eitt sinn athygli, að nokkrar truflanir urðu á göngu Úranusar. Hann reiknaði Þnð út, að önnur reikistjarna hlyti að valda þessum truflunum °g sagði, hver vera mundi stærð hennar og hvar hún ætti að finnast á himinhvolfinu á vissum tíma. Þegar stjarnsjánni var ^eint að þessum bletti, eftir fyrirsögn hans, fannst reikistjarn- an Neptúnus, og munaði minna en gráðu frá því, sem Lever- rier hafði sagt fyrir um. Vegna þeirrar sannfæringar eða rétt- ara sagt, trúar, að lögmál náttúrunnar væru skynsamleg og sJalfum sér samkvæm, fannst þessi stjarna, og á sama hátt hafa allar uppgötvanir verið gerðar. Spekingurinn með barnshjartað. Það er fyrir sams konar trú, sem vér hljtum að gera ráð fyrir framhaldi lífsins. Væri ekki um það að ræða, yrði erfitt að finna nokkra skynsemi í tilverunni. Björn Gunnlaugsson, stærðfræðingurinn mikli, sem einnig hefur verið nefndur spek- lngurinn með barnshjartað, kemst þannig að orði um þetta °fni í Njólu sinni: Guð vorn anda ef áframhald ei fá seinna lætur, röðulbanda reist er tjald rétt til einnar nætur. Ónýtt verk er útrunninn ævispotti naumur, sem afmáð skriftin ólesin eða gleymdur draumur. Ef lífið ekki að algerleik æðsti leiðir fingur, hnígur dýrðleg vizkan veik í vitskerðinga glingur. Þessum mikla vitringi og fjöldamörgum öðrum, sem dýpst afa hugsað um þessi efni, er það ljóst, að ef lífið, sem á sér SV° fUl’ðulega þroskasögu á jörðunni og nær oft undraverðri

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.