Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 30

Kirkjuritið - 01.04.1960, Page 30
172 KIRKJURITIÐ fullkomnun, fegurð og göfgi, líður undir lok, og því er tortímt einmitt þegar það sýnist geta átt í vonum hvað mestan þroska, þá getur ekki verið vit í neinu. Þá er allri sköpunarsögunni snúið í brjálæði, æðstu dýrmætunum glatað með fullkomnu hirðuleysi um leið og þau skapast, og tilveran verður síðan að byrja á nýjan leik á sama stað og áður. Þetta væri ekki í samræmi við neitt annað, sem kunnugt er um sköpunarverkið og lífið í heild sinni. Allt er þar bundið skorðaðri röð og gert af hinni mestu snilld: Þótt kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu, þeir megnuðu’ ei hið minnsta blað að mynda’ á blómi smáu. Hverjir trúa mestu? Hið persónulega vitundarlíf mannsins er líf í hærra veldi en líf það, sem liljum vallarins er gefið. Þar sem þetta líf rís hæst, eiga mennirnir sinn himindraum og það rofar fyrir þeim skilningi, að heilagur sé Drottinn allsherjar og jörðin sé full af hans dýrð. Þegar maðurinn fæðist þannig að ofan og skynjar arfleifð sína í ljósinu, verður hann einnig var við eilífðina, sem skap- arinn hefur lagt honum í brjóst. Hann lifir ekki framar í tím- anum, heldur eilífðinni. Það er í samhljóðan við þessa innsýn, sem til verður sann- færing eins og sú, sem kemur t. d. í ljós í þessum orðum Sir Oliver Lodge: „Ekki skil ég í því, að manninum sé unnt að gera sér æðri hugmyndir um tilveruna né göfugri en þær, sem samsvara veruleikanum." Þetta eru eftirtektarverð orð, sem ástæða er til að leggja sér á minni. Lífið hefur aldrei reynzt ómerkilegra en menn hugðu það vera, heldur þvert á móti furðulegra og dásamlegra. Þess vegna er ástæða til að trúa miklu. Og veitum þessu at- hygli: Hinir mestu spámenn og spekingar, þeir einstaklingar, sem kallazt geta blóminn af kynstofni jarðarinnar, hafa ávallt trúað mestu. Vitnisburðir sjáendanna. Jesús talar að vísu ekki víða um ódauðleikann, en hann ger-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.