Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.04.1960, Blaðsíða 34
176 KIRKJURITIÐ að neita upprisunni. Þegar efa um hana skaut upp í söfnuðin- um í Korintuborg, var Páll postuli skjótur til svars og ekki myrkur í máli: „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er trú yðar ónýt.“ Og þetta svar hans gildir enn um kirkju og kristindóm. Nú er sannleikurinn sá, að fjöldi fólks hérlendis, sem telur sig til kirkjunnar, telur upprisu Krists ósannað mál. Þeir láta hana liggja á milli hluta. Þess vegna eru þeir líka tómlátir um kirkjumál og hrósa sér jafnvel af því. Þetta er ekki sagt í ásök- unarskyni, aðeins til glöggvunar. Ef farið er að rekja orsakir þess, að svona er komið, mun sannast, að vér kirkjunnar þjón- ar eigum þar ekki minnstan hlut að máli á fleiri en einn veg. Og hér kemur líka annað til sögunnar, sem vekur meiri furðu með hverju ári: Mikill hluti þeirra, sem telja sig einlæga trú- menn — og ég efa ekki að séu það —, fjöldi karla og kvenna, sem ekki hika við að játa, að þeir séu sannfærðir um staðreynd upprisunnar og efi ekki, að Jesús Kristur sé með stríðandi kirkju sinni alla daga — og þá eins þessa dagana —, þeir horfa rólegir og aðgerðalausir upp á allt tómlætið um kirkju og kristni. Þeir hneykslast að vísu á því, hvað kirkjubekkirnir standi auðir — en þeir fylla þá ekki sjálfir. Og þótt þeir telji hörmulegt, hvað unglingarnir hverfi almennt frá kirkjunni eftir ferminguna, koma þeir ekki með börnin né fylgja unglingun- um til kirkjunnar. En börn og unglingar mun hvorki koma al- mennt né til lengdar til kirkjunnar án fordæmis og fylgdar hinna fullorðnu. Og vér prestarnir ráðum ekki einir bót á þessu. Þess skal að vísu getið, til að fullnægja öllu réttlæti, að sums staðar sjást nokkur gleðileg merki þess, að skilningur trúaðra leikmanna fari vaxandi á þessum málum, m. a. þar sem haf- izt hefur verið handa um stofnun bræðrafélaga og haldnar kirkjuvikur. En enn skortir samt mikið á, að hverjum kristn- um manni skiljist, að hann er kallaður til trúboðsstarfs — °g fyrst og fremst á sínu eigin starfssviði og innan síns safnaðar. Og að nú eru hér tímar, sem kref jast áróðurs, en ekki afskipta- leysis í kristindómsmálum. Á þessum páskum er tímabært að spyrja, hvers vegna þessi skilningur er svo lítill og óalmennur í landinu. En það er hvers einstaklings að svara fyrir sig. Það er mín páskaósk, að sú umhugsun og það svar leiði til aukinnar þjónustu við málstað hins upprisna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.