Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 36
178
KIRKJURITIÐ
meðferðina á þeim undanfarið! Hvers konar auglýsing er það
um kristindóminn. Eða ofbeldi sumra stórþjóða í garð þeirra
smærri? Það nægir til að sýna oss, hvað allir menn geta orð-
ið blindir í eigin sök. Og hvernig þeir geta ófrægt Guð og Krist,
þótt þeir flaggi með nöfnum þeirra. Slíkar aðfarir ,,kristinna“
manna hafa unnið kirkjunni mest ógagn um allar aldir. Samt
eru þær líkar bálkesti, sem þrátt fyrir allt varpar ljósi á hinn
rétta veg, — veginn, sem á að fara og liggur í þveröfuga átt.
Veginn til bræðralagsins, þar sem hvorki er hvítur eða svartur,
þræll eða herra, — aðeins börn Guðs.
Hví skyldum vér þegja við því, ef aðrir ófrægja Guð? Þar
sem víðar eru þau verst „hin þöglu“ svik. En þegar oss blöskr-
ar slíkt mest í fari annarra, þá er stundin til að horfa sér nær
og spyrja oss sjálf í hverju vorir brestir eru fólgnir og hvaða
vitni vér berum kristindóminum, ekki aðeins í orði, heldur líka
í verki — hver á sínu sviði og í sínum söfnuði.
Vandamál.
Bæjarmenning vor, sem nú hefur að mestu leyst hina fornu
„sveitamenningu“ af hólmi, er enn á gelgjuskeiði. Þetta sést
að vonum á mörgu. í borgum nágrannalanda vorra er næstum
undantekning að rekast á börn innan við fermingaraldur á
aðalgötum, nema þá í fylgd með fullorðnum. Hér í höfuðstaðn-
um ber hvað mest á 13—18 ára unglingum í hjarta borgarinn-
ar að kvöldlagi. Reglum um útivist barna og unglinga í þétt-
býlinu virðist ekki hlýtt sem skyldi. Sennilega kemur vangeta
eða vanræksla heimilanna þar mest til sögu. En hér þarf að
verða breyting á. Kráarlífið er ekki hollt óþroskuðum ungling'
um. Vel sé Æskulýðsráði og öðrum aðilum, sem vinna gegn ,þvi-
En það er ekki aðeins í tómstundum sínum á veturna, sem
mörg börn og unglingar slangra lengur úti en þeim er til gæfu
og menningar. Margir foreldrar í þéttbýlinu eru nú í miklum
vanda staddir vegna barna sinna yfir sumartímann. Fyrú’
nokkrum áratugum sendu fjölmargir kaupstaðarbúar börn sin
til sumardvalar á sveitaheimili. Á meðan meiri hluti þjóðar-
innar bjó í sveitum, var líka möguleiki til að taka þar yið
meginhluta kaupstaðarbarnanna. Nú er það lokuð leið, nema
tiltölulega fáum kaupstaðarbörnum að komast á sveitaheimil1-
Og margur unglingur á ekki kost á nema lítilli vinnu heima 1