Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 44
186
KIRKJURITIÐ
og sagði: „Þið hljótið að hafa lifað eitthvað stórt og fagurt.
Ég sé það á ykkur.“
Þessi brennandi áhugi sonar míns gladdi mig. Það voru þó
ekki horfur á, að hann ætlaði að feta í fótspor feðra sinna og
verða prestur. Báðir afar mínir, faðir minn og tveir bræður
mínir höfðu gengið í þjónustu kirkjunnar. Elzti sonur minn,
Daníel, hafði einnig fengið trúna í vöggugjöf og gekk beina
leið inn í prestsstarfið. Clark var aftur efasemdamaður og
virtist ekki hafa áhuga á hlutverki prestsins. „Ég ætla að brjóta
þessa erfðavenju," sagði hann og brosti. „Ég ætla að verða
málfærslumaður.“ Þetta var alls ekki á móti mínu skapi, því
að ég þóttist verða þess var, að hann hefði góða hæfileika á
þessu sviði.
Ég sagði hið sama við hann og faðir minn hafði sagt við mig:
„Ég vil auðvitað, að þú hugleiðir það vel, hvort þú vilt verða
prestur eða ekki. Reyndu að gera þér grein fyrir styrkleika
þinum og veikleika. Hugsaðu svo vel um, hvað þú vilt verða.
Bið þú Guð að leiða þig á hinn rétta veg. Og fari svo, að köll-
un þín, til að flytja Guðs orð, sé ekki sterk, þá skalt þú ekki
hugsa til þess að verða prestur. Prestsköllunin á, að mínu áliti,
að vera svo sterk, að enginn minnsti skuggi efasemda komist
fyrir við hlið hennar.“
Ég veit ekki, hvenær Clark snerist hugur og hann hætti við
að brjóta erfðavenjuna. En ég man vel, hvenær ég fékk að vita
það, að hann hafði valið sér köllun prestsins. Árið 1931 hafði
ég brugðið mér til Detroit, til að flytja þar nokkrar föstupré-
dikanir. Þá kom Clark til borgarinnar til að vera hjá mér
eina helgi.
Eftir eina prédikun mína fórum við saman í kvikmyndahús.
Á eftir borðuðum við svo miðdegisverð saman. Clark var fá-
talaður. Hann hafði fyrir skömmu meitt sig á fæti í knatt-
spyrnukappleik, og ég gerði ráð fyrir, að sársaukinn í fætinum
væri ástæðan fyrir þessu fálæti.
Það var ekki fyrr en við komum upp í herbergi okkar, að
hann fór að tala. Hann talaði og talaði, og ég var hvað eftir
annað kominn að því að biðja hann að hætta og fara að sofa;
en ég hætti alltaf við það og hélt áfram að hlusta. Ég hafði
sem sé veður af því, að hér væri eitthvað óvenjulegt á seyði,
eitthvað, sem enn var ósagt. Og loksins kom það! Hann sagði