Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.04.1960, Qupperneq 47
KIRKJURITIÐ 189 en rak mig þá í klefaþilið. Ég glaðvaknaði og skalf allur og fitraði af geðshræringu. I apríl var það formlega tilkynnt, að hann væri látinn. Ég fékk þessa frétt í Lundúnum. Þessa nótt átti ég að fara með járnbrautarlest til einnar af stöðvum árásarflughersins. Ég sat í klefa mínum, er allt í einu var drepið á dyrnar. Þegar ég lauk upp, kom inn roskinn prestur í herdeild Eisenhowers. Hann hét séra Tiernan. „Ég ætla að biðja fyrir ykkur við árdeg- isguðsþjónustuna í fyrramálið,“ sagði hann hóglátlega. „Fyrir konu hans, syni og móður.“ Eftir andartaksþögn bætti hann við: „Látið það vera yður huggun að minnast þess, að Guð sjálfur gaf sinn son.“ Því næst gekk hann hljóðlega út. Næstu vikur fengum við ýmislegt að heyra um það, sem gerzt hafði. Snemma morguns 3. febrúar, löngu fyrir dögun, hafði herflutningaskipið Dorchester orðið fyrir tundurskeyti um 180 kílómetra undan strönd Grænlands. Það sökk á 25 mínútum, °g af þeim 904 mönnum, sem á skipinu voru, var aðeins hægt að bjarga 226. Fjórir prestar frá mismunandi trúflokkum stóðu hlið við hlið á þilfarinu og báðust fyrir á meðan skipið var að sökkva. Það var Gyðingapresturinn Alexander Godda, séra John Washington frá rómversk-katólsku kirkjunni, og tveir oiótmælendaprestar, Georg Fox og Clark Poling. Þeir héldust í hendur og studdust upp við borðstokkinn, en úthafsöldurnar flæddu yfir þilfarið. Þarna stóðu þeir og unnu sína síðustu og heilögu prestsþjónustu af fullkominni óeigingirni. Fregnin um þessa hetjudáð flaug eins og eldur í sinu um allan heim og vakti hvarvetna hrifningu og aðdáun meðal milljóna manna. Þegar ég hélt aftur til Ameríku, fékk ég tækifæri til að tala við einn af þeim, sem bjargaðist. Það var vélstjórinn Grady, Sem hafði staðið nokkra metra frá hinum fjórum prestum. Hann sagði, að mikil skelfing og upplausn hefði náð tökum á skipverjum, þegar það varð ljóst, að tundurskeyti hafði hitt skipið. En prestarnir reyndu að sefa mennina, sem æddu aftur °S fram um skipið, og sumum þeirra hjálpuðu þeir til að kom- ast í björgunarbátana. En aðeins tveir björgunarbátar komust frá skipinu. Hinir brotnuðu við skipshliðina. Grady hafði séð Prestana hjálpa öðrum til að komast í björgunarvestin, og hann hafði séð þá gefa öðrum sín eigin vesti. Þeir höfðu gert allt, sem * þeirra valdi stóð, til að bjarga öðrum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.