Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1960, Side 48
190 KIRKJURITIÐ „Ég leit um öxl,“ sagði Grady, „þegar ég synti frá skipinu. Flugeldarnir lýstu upp myrkrið, sem grúfði yfir því. Stefni skipsins reis alltaf hærra og hærra, unz það sökk. Það síðasta, sem ég sá, voru prestarnir fjórir, sem stóðu enn þarna uppi og báðu fyrir félögum sínum. Þeirri sýn gleymi ég aldrei.“ Undir baptistakirkjunni við Temple-háskólann í Fíladelfíu er kapella „hinna fjögurra herpresta“. Hún er óbrotgjarn minnisvarði — ekki aðeins um fjóra unga menn, sem lögðu líf sitt að fórn, heldur minnir hún einnig á háleitt og heilagt hug- arfar. Kapellan rúmar 300 menn. í kór hefur verið komið fyrir þremur ölturum. Eitt fyrir katólska menn, annað fyrir Gyð- inga og hið þriðja fyrir mótmælendur. Við innganginn til hægri, rétt við turninn, er komið fyrir bronzplötu með nöfnum allra þeirra amerísku presta, sem létu líf sitt í síðari heims- styrjöldinni. Og uppi yfir stiganum, sem liggur niður í kap- elluna, er steinplata með þessari áletrun: Kapella „hinna fjögurra herpresta“. Minnismerki um menn af ólíkum trúarbrögöum. Þetta er helgidómur brœöralagsins. Látiö ekkert skyggja á helgi hennar. Hanrtes J. Magnússon þýddi. Ég hef ætíð verið einlægur frelsisvinur. Þess vegna mændi ég á Hitlerstímanum til háskólanna og vænti þess, að þeir mundu ganga fram fyrir skjöldu til varnar frelsinu, enda var mér það kunnugt, hvað þeir höfðu alltaf hrósað sér af því að reka erindi sannleikans. En þetta kom fyrir ekki. Það tókst óðara að þagga niður í háskól- unum. Þá batt ég vonir mínar við hina voldugu blaðaútgefendur. En a undanförnum árum höfðu ritstjórar þeirra lýst brennandi frelsisást sinni i hverjum leiðaranum á fætur öðrum. En það fór um blöðin eins og háskólana. Þau þögnuðu í þessum málum fáum vikum eftir að Hitler tók völdin. Kirkjan ein stóð óhvikul gegn herferð Hitlers á hendur sannleik- anum. Ég hafði aldrei áður haft hinn minnsta áhuga á kirkjumálum- En nú ber ég ríka aðdáun og hollustu í brjósti til kirkjunnar, vegna þess að hún ein hefur haft kjark og þor til að berjast fyrir hugr®n' um sannindum og siðferðilegu frelsi. Ég er því tilneyddur að við' urkenna, að það, sem ég fyrirleit forðum, lofa ég nú í ríkum mæh. Albert Einstein.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.